fbpx Hótel Speiereck, Lungau | Vita

Hótel Speiereck, Lungau
3 stars

Vefsíða hótels
 • pin Created with Sketch.

Hótel Speiereck er gott þriggja stjörnu hótel staðsett í St. Michael í Lungau. Hótelið er í eigu Íslendinga en nýjir eigendur tóku við rekstrinum haustið 2019. Hótelið er í 200 metra fjarlægð frá miðbæ St. Michael og stutt er í næstu skíðalyftu eða aðeins um 7 mínútna gangur.  Skíðarútan stoppar rétt hjá hótelinu og því auðvelt að komast til annarra skíðasvæða sem eru í næsta nágrenni. 

Hótelið hefur að miklu leyti verið endurnýjað en þarna er lítil móttaka, bar og veitingastaður. Herbergin hafa öll verið tekin í gegn og eru búin nýjum húsgögnum, inn á herbergjum eru ýmist hjónarúm 200x200 eða einstaklingsrúm 100x200 eftir því sem við á. Svíturnar hafa einnig svefnsófa 160x200.  Þráðlaust internet er á svæðinu, sauna og nuddherbergi þar sem hægt er að panta í nudd gegn gjaldi. Hægt er að óska etir baðsloppum gegn skilagjaldi. Á hótelinu er hálft fæði innifalið, morgunverður sem er reiddur fram af hlaðborði milli 7-10 alla morgna og  þriggja rétta kvöldmáltíð þar sem lögð er ríkuleg áhersla á gæði. Skíðageymsla er á fyrstu hæð og á neðri hæð er skíðaskógeymsla með hita. Happy hour er á  hótelinu í lok hvers skíðadags þar sem hægt er að njóta saman eftir ánægjulegan dag í fjallinu. 

Undanfarin ár hefur mikil uppbygging hefur átt sér stað á skíðasvæðunum og nýjir kláfar og stólalyftur fengið að líta dagsins ljós. Grosseck- Speiereck  er skíðasvæðið sem er næst hótelinu og er skíðakláfur í göngufæri frá hótelinu.  Í næsta nágrenni eru önnur mjög skemmtileg skíðasvæði eins og Katschberg-Aineck, Fanningberg og Obertauern. Bærinn St. Michael er afar sjarmerandi en þarna má m.a. finna þröng stræti og nokkrar verslanir. 

Hérna geta allir sem hafa gaman af  alpaskíðum, brettum og gönguskíðum fundið eitthvað við sitt hæfi . 

Fjarlægðir

 • Frá skíðalyftu: 5-7 mínútna gangur
 • Frá flugvelli: Salzburg: 1 klst. akstur

Aðstaða

 • Nettenging
 • Heilsulind: Gufubað og hægt að panta nudd
 • Gestamóttaka
 • Bar
 • Veitingastaður
 • Upphituð skíðageymsla: Já

Vistarverur

 • Hálft fæði
 • Herbergi
 • Hárþurrka
 • Nettenging
 • Gestamóttaka
 • Gufubað
 • Bar
 • Upphituð skíðageymsla: Já
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun