fbpx Iberostar Bella Vista, Varadero

Iberostar Bellavista, Varadero
5 stars

Vefsíða hótels

Glæsileg hótelsamstæða á fábærum stað við gyllta sandströndina í Varadero. 

Í hótelinu eru 827 rúmgóð herbergi og svítur sem rúma frá þremur fullorðnum upp í tvo fullorðna og tvö börn. Innréttingar eru einstaklega stílhreinar og nútímalegar, í hvítum litum og með áklæði í skærum tónum. Flísar eru á gólfum. Loftkæling, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf og lítill ísskápur er í öllum vistarverum hið minnsta. Hárþurrka og baðvörur eru á baðherbergjum. Við öll herbergi eru svalir eða verönd. Þráðlaus nettenging er gegn gjaldi á sérstöku svæði. 

Samstæðan er í nokkrum byggingum og skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta lagi Standard hluta, í öðru lagi fjölskylduhluta þar sem leikföng eru á herbergjum, stutt er í barnalaugina, vatnagarðinn og krakkaklúbbinn, og sá þriðji er Elite hlutinn sem einungis er ætlaður fullorðnum. Þar fylgja herbergjum m.a. baðsloppar og inniskór, fyllt er á smábar daglega og stutt er í sundlaugina sem einungis er ætluð fullorðnum. 

Hér fæst matur sem ætti að henta öllum gerðum bragðlauka. Veitingastaðirnir eru sex, þar af tveir með réttum af hlaðborði þar sem hægt er að fylgjast með kokkunum að störfum og sérstöku hlaðborði fyrir börnin. Aðrir veitingastaðir eru tileinkaðir ítalskri, Miðjarðarhafs eða japanskri matargerð með réttum af matseðli og þá er einnig sérstakur gourmet-staður. Barir eru fimm, m.a. við ströndina, í hótelgarðinum og í setustofunni og boðið er upp á lifandi tónlist og skemmtidagskrá á kvöldin.
Vinsamlega athugið, á Iberostar hótelunum er krafa um snyrtilegan klæðnað. Ekki er leyfilegt að vera í sundfötum á veitingastöðunum. Á kvöldin í matsal er mælt með að gestir séu til dæmis ekki í stuttbuxum.

Í hótelgarðinum eru fjórar sundlaugar, sólbekkir og sólhlífar, hengirúm og beddar. Beint aðgengi er niður á gylltan sandinn við volgan sjóinn, þar eru sólbekkir og skálar þar sem hægt er að panta sér nudd eða taka þátt í vatnasporti og leikjum sem starfsfólkið sér um. 

Iberostar Bella Vista er glæsihótel sem hentar öllum þeim sem njóta vilja lystisemda Kúbu, pörum jafnt sem barnafjölskyldum. Hér er allt til alls, til afslöppunar jafnt sem afþreyingar. Einungis tekur um 10 mínútur að keyra inn í miðbæ Varadero en um tvo og hálfan tíma til Havana.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 30 km
 • Strönd: Við strönd
 • Veitingastaðir: Á hótelinu
 • Miðbær: 10 min frá miðbæ Varadero í bíl

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Nettenging: Gegn gjaldi á sérstöku svæði

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið
 • Fullt fæði
 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun