fbpx Iberostar playa de palma. Við ströndina í Playa de Palma. Á besta stað.

Iberostar Playa de Palma
5 stars

Vefsíða hótels

Athugið að eftir að hótelið var gert 5* er ekki lengur barnalaug og barnadagskrá. 
Allir gestir hótelsins eru hvattir að nýta þá þjónustu á systurhótelinu Iberostar Cristina sem er handan götunnar og tekur 1-2 mínútur að ganga á milli hótelanna.

Playa de Palma er klassa hótel og gríðarlega vinsælt meðal Íslendinga á Mallorca árum saman. Það stendur við ströndina í Playa de Palma, á allra besta stað með iðandi mannlíf allt um kring. Flott móttaka og sameiginleg rými. 

Vistarverur í hótelinu eru 157, bjartar og smekklega og þægilega innréttaðar, og skiptast í fjölskylduherbergi og tveggja manna herbergi með möguleika á barnarúmi. Svalir eða verönd fylgja öllum vistarverum sem allar snúa yfir sundlaugargarðinn og á efri hæðum sést út á sjóinn.
Herbergin eru búin loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, þráðlausum netaðgangi (gegn gjaldi) og öryggishólfi og á baðherbergi er hárþurrka.

Í hótelinu er starfræktur veitingastaður, Playa Blanca, þar sem bíður gesta morgunverður og kvöldverður á hlaðborði, að sjálfsögðu úr bestu fáanlegu hráefnum.
Vinsamlega athugið, á Iberostar hótelunum er krafa um snyrtilegan klæðnað. Ekki er leyfilegt að vera í sundfötum á veitingastöðunum. Á kvöldin í matsal er mælt með að gestir séu til dæmis ekki í stuttbuxum.

Hugguleg aðstaða við laugina þar sem hægt er að fá bekki með dýnum og koddum. 

Boðið er upp á slökun hugar og kropps og alls kyns dekur í heilsulind og snyrtistofu systurhótelsins Iberostar Cupido við hliðina.

Ekki vantar afþreyingu á staðnum. Hraðbátar, seglbátar, seglbretti, sjóþotur köfun og smábílaakstur er allt innan seilingar og stutt að fara í dýragarð, sædýrasafn eða vatnsskemmtigarð. Fyrir sportistana má benda á, auk þeirra vatnaíþrótta sem áður eru nefndar, útreiðar, hjólreiðar, tennis og keiluspil að ógleymdu golfinu.

Eitt er víst að enginn gestur, hvorki ungur né gamall, á Iberostar Playa de Palma þarf að láta sér leiðast.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 6 km
 • Strönd: Við ströndina
 • Miðbær: 11 km
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Íbúðir
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum gegn gjaldi
 • Heilsulind: Á systurhóteli Iberostar Royal Cupido við hliðina

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun