fbpx Iolida Beach, Agia Marina | Vita

Iolida Beach, Agia Marina
4 stars

Vefsíða hótels

Iolida Beach er flott fjögurra stjörnu íbúðahótel með öllu inniföldu í hjarta Agia Marina, vinsæls strandbæjar stutt frá Chania, aðeins fáein skref frá ströndinni.

Í hótelbyggingunum tveimur, sem eru tengdar með glergangi, blandast saman nútímaleg byggingarlist og þjóðleg einkenni og hún rennur óaðfinnanlega saman við umhverfið.  Við ströndina eru lágreistar byggingar, ein sundlaug og barnalaug, en handan við aðalgötuna er 9 hæða bygging ásamt sundlaug og barnalaug. Hótelið er tilvalið fyrir pör eða fjölskyldur sem vilja slaka á í friðsælu andrúmslofti. Tvær sundlaugar eru fyrir fullorðna og tvær fyrir börn.

Á hótelinu eru 139 íbúðir og stúdíó, mjög huggulega innréttað, með öllum nútímaþægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi, netaðgangi, hárþurrku og öryggishólfi svo að fátt eitt sé talið.  Til að tryggja góðan nætursvefn er tvöfalt gler í gluggum. Á hótelinu eru tveir veitingastaðir þar sem hægt er að velja úr úrvali rétta og svo er að sjálfsögðu sundlaugarbarinn þar sem hægt er að velja úr fjölda drykkja og kokteilum allan liðlangan daginn.

 

 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 30km, 30 mín akstur
 • Miðbær: Í miðbæ Agia Marina í göngufæri við Platanias
 • Strönd: Í göngufæri
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Íbúðir

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun