fbpx Laurin | Vita

Laurin
4 stars

Vefsíða hótels

Hótel Laurin er glæsilegt fjögurra stjörnu fjallahótel á frábærum stað í miðju Selva di Val Gardena. Lúxus og þægindi fyrir fríið þitt og örstutt í skíðabrekkurnar.

Á hótelinu eru 25 herbergi sem skiptast í eins til tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Hönnunin á herbergjunum er í nútímalegum sveitastíl og herbergin eru hlýleg og kósý með öllum helstu þægindum. Andrúmsloftið er fágað og rólegheitin svífa yfir. Leitast er við að skapa gestum heimili að heiman. Veggir eru ljósmálaðir en húsgögn eru úr viði og á gólfum er parket. Í öllum herbergjum er frítt internet, flatskjársjónvarp með gervihnattastöðvum, öryggishólf, hitastilling og skrifborð. Öllum herbergjum fylgja svalir. Baðherbergi eru flísalögð, þar er sturta, hárblásari og helstu snyrtivörur.

Morgunmatur er borinn fram á girnilegu hlaðborði. Á veitingastað hótelsins er boðið upp á ítalska og týrólska rétti. Notalegur bar er á hótelinu þar sem er hægt að eiga indæla kvöldstund og sötra á ljúffengum kokteilum. Fallegt útsýni er frá hótelinu til fjalla og umhverfið er mjög rómantískt. Þeir sem vilja geta pantað mat upp á herbergið. 

Inni á hótelinu er góð líkamsræktaraðstaða, upphituð sundlaug með fallegu útsýni, nuddpottur og heilsulind. Í heilsulindinni er annars vegar finnsk sána og hins vegar létt sána. Auk þess er þar tyrkneskt bað, gufubað og gott slökunarherbergi. Þar er heilsubar og þarna er því góður vettvangur til að næra líkama og sál.

Hótelið er frábærlega staðsett við hliðina á skíðabrekkunum, göngusvæði og miðbæ þorpsins. Þjónusta er frábær, starfsfólk vingjarnlegt og alltaf tilbúið að aðstoða gesti við hvaðeina sem þeir þurfa hjálp við. Skemmtilegt er að læra á skíði á þessum slóðum á veturna eða fara í gönguferðir í fallegu umhverfi restina af árinu. Skíðaleiga er á hótelinu og hægt að skrá sig í skíðaskólann. 
Það er sérstaklega yndislegt þarna um slóðir á veturna þegar skóglendi, fjöll og engi eru þakin snjó.

ATH. Hálft fæði er innifalið á hótelinu, 7x morgunverðir og 6x kvöldverðir (það er ekki kvöldverður innifalinn á þriðjudögum). 

 

Fjarlægðir

 • Miðbær: Í miðju Selva di Val Gardena
 • Skíðalyfta: Örstutt í skíðalyftur, t.d Ciampinoi, Costabella og Freina
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Upphituð skíðageymsla
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Loftkæling: og upphitun

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun