fbpx Levante Club Apartments, Benidorm | Vita

Levante Club Apartments, Benidorm
3 stars

Vefsíða hótels

Vinsælar íbúðir fyrir allt að fimm manns. Í aðalbyggingunni er gestamóttaka með veitingasal, bar og nettengdar tölvur. Levante ströndin er í um 200 metra fjarlæg. Þaðan er auðvelt að ganga eftir strandgötunni alla leið í hinn skemmtilega miðbæ Benidorm.
Íbúðirnar eru ágætlega rúmgóðar og hótelinu hefur verið vel við haldið.

Hægt er að velja um stúdíó og íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum, stofu og vel búnu eldhúsi. Allar vistarverur eru loftkældar með ísskáp, örbylgjuofni, hraðsuðukatli, sjónvarpi, öryggishólfi, síma og svölum. Íbúðir með tveimur svefnherbergjum rúma í mestalagi fimm gesti. 

Við hótelið er leiksvæði fyrir börn, borðtennis, billjard og inni- og útisundlaug.

Levante Club íbúðirnar hafa verið vinsælar meðal íslenskra ferðamanna árum saman og hafa þann kost að geta boðið íbúðir fyrir fimm manna fjölskyldur.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 60 km
 • Strönd: Við Levante ströndina
 • Veitingastaðir: Allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Barnaleiksvæði
 • Íbúðir

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir

Fæði

 • Fullt fæði
 • Hálft fæði
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun