fbpx Baobab fimm stjörnu lúxushótel á Meloneras.

Lopesan Baobab resort, Meloneras
5 stars

Vefsíða hótels

Óviðjafnanlegt fimm stjörnu lúxushótel á Meloneras svæðinu. Hótelið er hluti af Lopesan-hótelkeðjunni sem einnig rekur lúxushótelin Villa del Conde og Costa Meloneras á Kanarí sem margir Íslendingar hafa átt góð kynni við. Gisting á Baobab er einfaldlega upplifun út af fyrir sig og er VITA stolt af því að geta boðið viðskiptavinum upp á þetta einstaka hótel.

Hönnun hótelsins er í Afríkönskum stíl og ber umhverfið og vistarverur þess greinileg merki. Þessi sérstaka hönnun skapar virkilega hlýlegt og sjarmerandi umhverfi sem hentar sérstaklega vel til afslöppunar og endurnæringar á líkama og sál.

Herbergi hótelsins eru glæsileg og fallega innréttuð. Hönnun þeirra er nútímaleg en jafnframt undir sterkum afrískum áhrifum. Herbergin eru innréttuð í mildum brúnum lit sem skapar sérstakt andrúmsloft og á að skapa vellíðan hjá gestum. Herbergjunum fylgja meðal annars svalir eða verönd, loftkæling, hárþurrka, sími, flatskjár, öryggishólf gegn gjaldi, mini bar og internet aðgangur (gegn gjaldi).

Hótelið hefur sérstaklega gott aðgengi fyrir fatlaða, auk þess sem 20 herbergi hótelsins eru sérstaklega hönnuð fyrir fatlaða. Á þeim eru stærri dyr, meira gólfpláss og húsgögn sem eru sérstaklega valin með tilliti til fatlaðra.

Sérpanta þarf herbergi með aðgengi fyrir fatlaða - vinsamlega hafið samband við skrifstofu VITA sé óskað eftir því.

Hægt er að velja á milli þess að fá hálft fæði eða eingöngu morgunverð með gistingunni. Á hótelinu eru þrír veitingastaðir og er úrvalið afar fjölbreytt. Í boði eru klassískir og alþjóðlegir réttir en einnig sérhannaðir og framandi réttir sem eiga rætur sínar að rekja til Afríku. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Garðurinn er sérlega glæsilegur. Í honum má finna gerviströnd og hvorki fleiri né færri en átta upphitaðar sundlaugar. Iðandi á rennur um garðinn þar sem hægt að fljóta um á kút og láta sig dreyma. Börnum er gert sérstaklega hátt undir höfð. Fyrir þau hefur verið skapaður sérstakur heimur, Panchi World, þar sem að möguleikinn á því að láta sér leiðast er einfaldlega ekki fyrir hendi. Sundlaugagarðurinn er í raun veröld út af fyrir sig þar sem gestir eru alltaf að uppgötva eitthvað nýtt.

Fyrir þá sem vilja spila golf er Baobab tilvalinn kostur. Tveir golfvellir eru í innan við þriggja kílómetra fjarlægð og ef pantað er með fyrirvara mun hótelið sjá fyrir flutningi golfvöllinn - án endurgjalds.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 35 km
 • Miðbær: 1 km
 • Strönd:

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Gestamóttaka
 • Lyfta
 • Nettenging: Já gegn gjaldi
 • Herbergi: Hótelherbergi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun