fbpx Costa Meloneras, fjögurra stjörnu hótel á besta stað í Meloneras

Lopesan Costa Meloneras Spa og Casino
4 stars

Vefsíða hótels

Hér er hlekkur með öllum helstu upplýsingum um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Lopesan Costa Meloneras

Lopesan Costa Meloneras er fjögurra stjörnu glæsihótel á besta stað í Meloneras sem er heill heimur út af fyrir sig. Ótal afþreyingarmöguleikar og stærðarinnar sundlaugagarður.

Herbergi hótelsins eru rúmgóð og afar vel útbúin. Þau taka allt að þrjá gesti en einnig eru svítur í boði á hótelinu.

Hægt er að velja um morgunverð eða hálft fæði.

Sundlaugagarðurinn er einstaklega glæsilegur, með fjórum sundlaugum, nuddpottum og meira að segja lítilli strönd.

Fjölbreytt skemmtidagskrá er fyrir alla aldurshópa og á kvöldin er boðið upp á lifandi tónlist og skemmtun. Á hótelinu eru auk þess sex veitingastaðir, nokkrar sérvöruverslanir, keilusalur, nokkrir barir og skemmtistaður, hárgreiðslustofa, minigolf og fleira. Að ógleymdri fullkominni heilsulind þar sem hægt er að stunda fjölbreytta líkamsrækt eða einfaldlega láta dekra við sig.

Lopesan Costa Meloneras býður upp á sannkallaða lúxusgistingu og veitir öllum þeim sem dvelja þar ógleymanlega upplifun.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 35 km
 • Miðbær: 250 m
 • Veitingastaðir: Á hótelinu
 • Strönd: 200 m

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: gegn gjaldi
 • Herbergi: Hótelherbergi, JS svítur, Senior Svítur.

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun