fbpx Los Tilos, Playa del Inglés | Vita

Los Tilos, Playa del Inglés
2 stars

Vefsíða hótels

Los Tilos er einfalt og þægilegt íbúðahótel á frábærum stað á Ensku ströndinni, beint á móti Yumbo-verslunarmiðstöðinni. Aðeins 10 mínútna gangur á ströndina.

Í hótelinu eru 118 íbúðir, 39 fermetrar að stærð, með einu svefnherbergi og svefnsófa í stofu, ætlaðar allt að fjórum einstaklingum. Íbúðirnar á jarðhæðinni eru með verönd og góðu aðgengi fyrir hjólastóla. Innréttingar eru einfaldar og í eldri kantinum en allar vistarverur er mjög þrifalegar og þægilegar. Flísar eru á gólfum. Í eldhúskrók er allt til alls, góður ísskápur, helluborð, örbylgjuofn, hraðsuðuketill og brauðrist auk allra nauðsynlegra eldhúsáhalda. Sjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf og þráðlaus nettenging eru gegn gjaldi. Á baðherbergjum er sturta. Alls staðar eru svalir, með útsýni yfir hótelgarðinn.
Íbúðir eru þrifnar 5 x í viku og skipt um handklæði 3 x í viku. 

Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar, önnur fyrir fullorðna og hin fyrir börnin, með ágætri sólbaðsaðstöðu í kring. Þar er einnig veitingastaður sem býður upp á létta rétti og að sjálfsögðu bar. 

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og starfsfólkið er þekkt fyrir að leggja sig fram um að veita góða þjónustu. Farangursgeymsla er í móttökunni.

Los Tilos íbúðahótelið er stórgóður kostur fyrir þá sem kjósa einfalda gistingu á þægilegu og þrifalegu hóteli með góðri þjónustu. Hótelið er í hjarta Ensku strandarinnar, 10 mínútur frá ströndinni. Yumbo-verslunarmiðstöðin er beint á móti hótelinu og veitingastaðir, verslanir, kaffihús og barir allt um kring. Stutt er í alla afþreyingu, vatnasport, golf og fleira. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 30 km
 • Miðbær: Við Ensku ströndina
 • Veitingastaðir: Léttir réttir á hóteli og veitingastaðir allt um kring
 • Strönd: 10 min frá strönd

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun