fbpx Majestic Mountain Charme, glæsilegt hótel.

Majestic Mountain Charme
4 stars

Vefsíða hótels

Majestic Mountain Charme er glæsilegt hótel á besta stað við göngugötuna í Madonna di Campiglio. Frábært útsýni yfir fjöllin, heilsulind, góður matur og örstutt í kláfinn upp í brekkurnar.

Á hótelinu eru 43 nýuppgerð herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna sem eru eftirfarandi herbergjatýpur; superior herbergi, juniour svítur og design junior svítur. Hægt er að bóka samliggjandi herbergi gegn sérpöntun. Herbergin eru fallega hönnuð og allar innréttingar nútímalegar og úr náttúrulegum efnum sem gerir vistarverur afar hlýlegar og snyrtilegar. Á gólfum er parket. Í öllum herbergjum er sjónvarp, míníbar, internet og öryggishólf. Baðherbergin eru flísalögð en þar er sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.

Á Majestic, eins og algengt er á Ítalíu er gengið út frá því að heilsan byrji að innan og því þurfi að næra sig rétt. Þegar kemur að næringu er hugað að því hvað hentar gestunum, allt frá girnilegu morgunverðarhlaðborði og þar til sest er niður með drykk eftir kvöldverð.  Vínúrvalið er mjög gott.  Á hótelinu er einnig bar þar sem reglulega er flutt lifandi tónlist. 

Sky Wellness Terrace heilsulindin er starfrækt á efstu hæð hótelsins með útsýni yfir Madonna di Campiglio og skíðabrekkurnar. Þar er dásamlegt að láta líða úr sér eftir daginn í gufunni, sturtunum eða nuddpottinum. Einnig eru þar afslöppunarherbergi á borð við Majestic Lounge þar sem hægt er að slaka á við arineldinn. Svo er auðvitað hægt að bóka dekurmeðferðir. Heilsulindin er aðeins fyrir 16 ára og eldri. 

Á veturna gefur augaleið að flestir gestanna nýta sér nálægðina við skíðasvæðin út í ystu æsar. Það er þó ekki síður skemmtilegt að koma þangað á sumrin en þá er hægt að fara í gönguferðir, fjallgöngur, hjólaferðir, leiðsöguferðir með reyndum leiðsögumönnum, boðið er upp á tónleika í mikilli hæð yfir sjávarmáli, flúðasiglingar og svifflug.

Í heildina er Majestic Mountain Charme frábær kostur fyrir vetrar- eða sumarfrí í fjöllunum. Hér er um að ræða hótel í háum gæðaflokki þar sem tekið er vel á móti gestum sem vilja fágaða upplifun í fjallalandslagi.

Ath. þann 31. desember þurfa hótelgestir að greiða beint til hótelsins aukagjald fyrir áramótakvöldverðinn sem er sérstaklega glæsilegur. 

Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Skatturinn er 2,5-3,5 evrur á mann á nótt.
Gildir aðeins fyrir 14 ára og eldri.

Fjarlægðir

 • Skíðalyfta: Við Laghi Express skíðalyfturnar
 • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
 • Miðbær: Á göngusvæðinu í Madonna

Aðstaða

 • Veitingastaður
 • Upphituð skíðageymsla
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Loftkæling: og kynding

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun