fbpx Maspalomas Lago, Maspalomas | Vita

Maspalomas Lago, Maspalomas
2 stars

Vefsíða hótels

Skemmtileg og vel búin smáhýsi sem staðsett  eru í Maspalomas nálægt Faro 2 verslunarmiðstöðinni, sem margir þekkja.

Smáhýsin hafa öll verið endurnýjuð og eru rúmgóð. Val er um standard eða deluxe smáhýsi, öll eru þau með einu svefnherbergi og rúma allt að 3 fullorðna einstaklinga. Í húsunum er eldhús, stofa, svefnherbergi, baðherbergi, þráðlaust internet og hárþurrka. Verönd fylgir með hverju smáhýsi þar sem eru útihúsgögn og 2 sólbekkir eru við hvert hús. Í deluxe húsunum er loftkæling. 

Smáhýsin eru byggð í tveimur röðum umhverfis sundlaugargarðinn og saman mynda þau einskonar þorp. Garðurinn er tiltölulega stór og mjög skemmtilegur, þarna er sundlaug, barnasundlaug og góð sólbaðsaðstaða. Þar er einnig að finna bar og veitingastað þar sem sólarþyrstir geta fengið sér mat og drykk. 

Faro 2 verslunarmiðstöðin er í rúmlega 5 mínútna göngufjarlægð (um 500 metrar) og stutt er í golfvöllinn í Maspalomas. 

 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 33 km.
 • Strönd: 2,7 km. Maspalomas
 • Miðbær: 1,3 km. Playa del Inglés (Yumbo center)
 • Veitingastaðir: Í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Nettenging
 • Aðgengi fyrir fatlaða: Þarf að panta

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Loftkæling: Aðeins í deluxe smáhýsunum

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun