fbpx Maspalomas Lago, Maspalomas | Vita

Maspalomas Lago, Maspalomas
2 stars

Vefsíða hótels
 • pin Created with Sketch.

Skemmtileg og vel búin smáhýsi sem staðsett  eru í Maspalomas nálægt Faro 2 verslunarmiðstöðinni, sem margir þekkja.

Smáhýsin hafa öll verið endurnýjuð og eru rúmgóð. Val er um standard eða deluxe smáhýsi, öll eru þau með einu svefnherbergi og rúma allt að 3 fullorðna einstaklinga. Í húsunum er eldhús, stofa, svefnherbergi, baðherbergi, þráðlaust internet og hárþurrka. Verönd fylgir með hverju smáhýsi þar sem eru útihúsgögn og 2 sólbekkir eru við hvert hús. Í deluxe húsunum er loftkæling. 

Smáhýsin eru byggð í tveimur röðum umhverfis sundlaugargarðinn og saman mynda þau einskonar þorp. Garðurinn er tiltölulega stór og mjög skemmtilegur, þarna er sundlaug, barnasundlaug og góð sólbaðsaðstaða. 

Faro 2 verslunarmiðstöðin er í rúmlega 5 mínútna göngufjarlægð (um 500 metrar) og stutt er í golfvöllinn í Maspalomas. 

 

Fjarlægðir

 • Frá flugvelli: 33 km.
 • Frá strönd: 2,7 km. Maspalomas
 • Frá miðbæ: 1,3 km. Playa del Inglés (Yumbo center)
 • Veitingastaðir: Í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Nettenging
 • Barnasundlaug
 • Sundlaug
 • Gestamóttaka
 • Bar

Vistarverur

 • Ísskápur
 • Kaffivél
 • Loftkæling: Aðeins í deluxe smáhýsunum
 • Öryggishólf
 • Sjónvarp
 • Hárþurrka

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun