fbpx Melia Alicante. Á góðum stað. Smábátahöfnin Alicante

Meliá Alicante
4 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

Glæsilegt hótel á frábærum stað við Postiguet-ströndina og smábátahöfnina í Alicante. Á aðra hönd er Postiguet-ströndin og á hina er göngugatan La Explanada de España. Hér er iðandi mannlíf á alla kanta, verslanir, veitingastaðir, gamli bærinn og Santa Barbara-kastalinn í léttu göngufæri. Strætó og leigubílar stoppa rétt við hótelið.

Í hótelinu eru 545 stílhrein og rúmgóð herbergi sem rúma tvo eða þrjá einstaklinga og fjölskylduherbergi og svítur sem rúma allt að fjóra. Öll herbergin eru búin loftkælingu og upphitun, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, síma, öryggishólfi og smábar. Á baðherbergjum er hárþurrka, ókeypis baðvörur og ýmist baðker eða sturta. Við öll herbergi eru svalir með húsgögnum og er útsýni ýmist yfir hafið eða smábátahöfnina. Þráðlaus nettenging er í herbergjum og sameiginlegum rýmum gestum að kostnaðarlausu. 

Það er ekki amalegt að byrja daginn á ríkulegu morgunverðarhlaðborði og njóta um leið óhefts útsýnis yfir Miðjarðarhafið úr veitingasalnum. Í hádeginu og á kvöldin er tilvalið að klæða sig í betri fötin og njóta ljúffengra rétta úr ferskasta hráefni sem völ er á af matseðlinum á Terra-veitingastaðnum eða slaka á yfir léttari réttum á veitingastaðnum Blu við sundlaugina. Á setustofubarnum er boðið upp á úrval kokteila og annarra svalandi drykkja. 

Sundlaug er við hótelið með sólbekkjum og sólhlífum. Krakkaklúbbur er starfræktur  fyrir börn 5 til 12 ára. Heilsulind með líkamsræktaraðstöðu, heitum pottum, líkams- og snyrtimeðferðum er við hlið hótelsins.

 

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: 13 km
  • Frá strönd: Við Postiguet-ströndina
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Nettenging
  • Sundlaug
  • Líkamsrækt
  • Heilsulind
  • Gestamóttaka
  • Barnaleiksvæði
  • Barnadagskrá
  • Bar
  • Veitingastaður

Vistarverur

  • Herbergi
  • Minibar
  • Loftkæling
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp
  • Hárþurrka

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun