fbpx Mogan Princess & Beach Club | Vita

Mogan Princess & Beach Club
4 stars

Vefsíða hótels

Mogan Princess & Beach Club er gott hótel á fallegum stað í hlíðum Taurito-dalsins. Fallegt útsýni er yfir Atlantshafið og Puerto de Mogán. Ókeypis skutla er í boði nokkrum sinnum á dag niður á Taurito-ströndina og þar er strandklúbbur á vegum hótelsins.

Þetta hótel er með allt innifaliðHægt er að panta gegn aukagjaldi  allt innifalið Plús en það er eingöngu í boði fyrir 18.ára og eldri, þá er í boði meira úrval af áfengum drykkjum. 

Í hótelinu eru 212 rúmgóðar vistarverur. Hægt er að velja um tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi og svítur sem rúma allt að þrjá fullorðna og barn. Innréttingar eru klassískar og smekklegar, í ljósum litum. Flísar eru á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum og smábar. Öryggishólf og straujárn eru gegn gjaldi. Á baðherbergjum er baðker og sturta, hárþurrka og ókeypis baðvörur. Við öll herbergin er verönd eða svalir búnar húsgögnum, með útsýni yfir hafið.
Ókeypis þráðlaus nettenging er við gestamóttökuna og á aðalsundlaugarsvæðinu.

Morgun-, hádegis- og kvöldverður  borinn fram á hlaðborðsveitingastaðnum Princess. Snarl og drykkir af ýmsu tagi eru í boði á La Choza og það sama má segja um Beach Club, klúbbinn sem hótelið rekur við ströndina.  A diskóbarnum er skemmtilegt að fá sér ljúfan drykk eða dilla sér við tónlist en starfsfólk sér um skemmtiatriði öll kvöld. 

Sundlaugarnar eru þrjár, á aðalveröndinni er stór sundlaug, sem er hituð upp yfir vetrarmánuðina, og sérlaug fyrir börnin. Þriðja laugin er útsýnislaug sem aðeins er opin fullorðnum. Starfsfólk sér um að hafa ofan af fyrir yngri jafnt sem eldri gestum yfir daginn með leikfimi og leikjum.Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er m.a. þvotta- og þurrhreinsiþjónusta, bílaleiga og lítil kjörbúð með helstu nauðsynjum. 

Mogan Princess er á fallegum stað í Taurito-dalnum. Ókeypis skutla er nokkrum sinnum á dag niður á sandströndina og einu sinni á dag til þorpsins Puerto de Mogán. Athugið að þar sem hótelið er byggt utan í fjallshlíð getur þurft að ganga nokkurn spöl innan hótelsins sjálfs og nokkuð er um tröppur þó að lyftur séu þar líka.

Hér er hlekkur með öllum helstu upplýsingum um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Mogan Princess & Beach Club

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 52 km
 • Strönd: Ókeypis skutla á Taurito ströndina
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Loftkæling: og upphitun

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun