fbpx Montana, Madonna hotel

Montana
3 stars

Vefsíða hótels
 • pin Created with Sketch.

Hótel Montana er mjög gott 3ja stjörnu hótel, frábærlega vel staðsett með skíðabrekku nánast í bakgarðinum og hægt að skíða heim á hótel. Rúmgóð herbergi, flottur bar og einstaklega góður morgunverður.

Montana er í efri hluta bæjarins örstutt frá skíðakláfnum Pradalago og aðeins 200 m fjarlægð frá miðbæ Madonna. Hægt er að skíða alveg að hótelinu í lok dags.

Á hótelinu er notalegur bar þar sem hann Franscisco dekrar við gestina, en þar er hægt að fá ýmsa góða drykki og létt snarl á kvöldin.  Á hótelinu er einnig morgunverðarsalur og sjónvarpsherbergi.

Hægt er að slappa af og dekra við sig eftir góðan dag í skíðabrekkunum í nuddpottinum, sauna og nudd sturtunum sem eru á hótel Montana. Aðgangur að heilsuræktinni, nuddpotti og sauna er innifalin í verði fyrir farþega á vegum Icelandair VITA. Herbergin eru stór og rúmgóð, þar sem öll rúm eru með sængum. Hægt er að velja á milli hefðbundinna tveggja manna herbergja og herbergja sem hafa pláss fyrir allt að fjóra gesti. 

Öll herbergi eru með síma, sjónvarp með flatskjá, öryggishólf, gjaldfrjálst þráðlaust net og svalir. Hárþurrkur og baðsloppar eru á öllum herbergjum.

Fyrir þá sem vilja leigja skíði, þá er hótelið í samstarfi við skíðaleigu í bænum. Hægt er að fá skutl þangað fram og tilbaka og því einstaklega þægilegt.  Einn af eigendum hótelsins er skíðakennari og því er tilvalið að fá upplýsingar um skíðakennslu eða panta tíma beint hjá þeim. 

Innifalið í verði er morgunverður. 

Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar. Einnig þarf að bóka aukalega gegn gjaldi ferðir til og frá flugvelli í Verona og skíðapoka.

Fjarlægðir

 • Frá flugvelli: 150 km
 • Frá miðbæ: 200 m
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni
 • Frá skíðalyftu: Rétt við Pradalago

Aðstaða

 • Þráðlaust net
 • Líkamsrækt
 • Heilsulind
 • Gestamóttaka
 • Bar
 • Veitingastaður

Vistarverur

 • Öryggishólf
 • Sjónvarp
 • Hárþurrka

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun