fbpx Olé Tropical, Costa Adeje | Vita

Olé Tropical, Costa Adeje
4 stars

Vefsíða hótels

Olé Tropical hótelið er vel staðsett á einu af kyrrlátustu svæðunum í Costa Adeje á Amerísku ströndinni, aðeins 400 metra frá baðströndinni.

Herbergi á hótelinu eru björt og rúmgóð, ýmist tveggja manna eða svítur með svefnherbergi og setustofu. Sum herbergin eru með útsýni yfir sjóinn. Öll eru þau með annaðhvort verönd eða svölum með húsgögnum. Í þeim er einnig að finna öll þau nútímaþægindi sem ferðalangar eru farnir að líta á sem sjálfsagðan hlut eins og loftkælingu, hitastillingu, gervihnattasjónvarp, síma, hárþurrku, smábar og öryggishólf (gegn gjaldi) auk fullbúins baðherbergi með hreinlætisvörum.

Veitingastaður með hlaðborði er á hótelinu og hægt er að kaupa fullt fæði. Þar eru einnig nokkrir barir; í móttökunni, sundlaugarbar og kokteilbar auk þess sem La Spiga barinn býður upp á lifandi tónlist og dansgólf. Og úr því að minnst er á sundlaug má bæta því við að við laugina er góð sólbaðsaðstaða með bekkjum og sólhlífum. Auk þess er sérstök barnalaug í sundlaugargarðinum sem skrýddur er hitabeltisgróðri.

Nóg er við að vera. Hótelið býður upp á skemmtidagskrá fyrir bæði börn og fullorðna auk þess sem sérstakur barnaklúbbur er strafræktur þar sem börnin geta notið sín undir umsjón skemmtanateymis hótelsins. Stutt er á ströndina eins og áður segir og innan við fimm mínútna akstur á frábæran golfvöll. Einfalt er að komast frá hótelinu í verslanir, veitingahús og ýmsa afþreyingu á Amerísku ströndinni. Þá má geta þess að Puerto Colón-höfnin er í aðeins tveggja kílómetra fjarlægð frá hótelinu. Ekki má gleyma eldfjallinu Teide sem er hæsta fjall Spánar (3.718 m) og gaus síðast árið 1909. Það er vel þess virði að keyra rúmlega 40 kílómetra til að skoða þetta tignarlega fjall og þjóðgarðinn umhverfis það.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 16 km
 • Miðbær: 1,3 km
 • Veitingastaðir: 1,3 km

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Lyfta
 • Nettenging: Gegn gjaldi
 • Herbergi: Tvíbýli

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið
 • Fullt fæði
 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun