fbpx Parque de la Paz hótel við Playa de la Américas eða Ameríska ströndin

Parque de la Paz, Playa de las Américas

Vefsíða hótels

Parque de La Paz er mjög huggulegt 3ja lykla íbúðahótel, rétt hjá “Laugaveginum” við Playa del Las Américas ströndina.

Hótelgarðurinn er með sundlaug, barnasundlaug, fyrirtaks sólbaðsaðstöðu og skemmtidagskrá á kvöldin. Hótelið er á fjórum hæðum og þar eru 221 íbúðir. Það tekur um 5 mínútur að fara í bæinn eða á ströndina.

VITA er með íbúðir sem eru með einu svefnherbergi og stofu. Íbúðirnar eru bjartar og mjög snyrtilegar með flísalögð gólf og vönduðuð húsgögn. Íbúðirnar eru ágætlega rúmgóðar og vel búnar með síma, sjónvarpi (gegn greiðslu), brauðrist, kaffivél, ísskáp, öryggishólfi og svölum eða verönd.

Hótelbyggingin er byggð umhverfis fallegan garð sem er með sundlaug, sólbekkjum (án endurgjalds), barnasundlaug og leiksvæði fyrir börn. Þar er einnig útiveitingastaður og sundlaugarbar, þar sem hótelgestir geta fengið sér létta rétti og drykki. Á kvöldin er boðið upp á skemmtidagskrá.

Í aðal veitingasal hótelsins er matur borinn fram á hlaðborði. Alþjóðlegur matur, en þó með áherslu á matarmenningu heimamanna. Tveir barir eru á hótelinu, annar inni og hinn við sundlaugina.

Biljarðborð og netþjónusta eru einnig í boði.  Íbúðir fyrir fatlaða eru á jarðhæð hótelsins.
Fæði: Án fæðis, með hálfu fæði eða með öllu inniföldu (fullt fæði og innlendir drykkir).

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 18 km
 • Miðbær: 5 min gangur
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Lyfta
 • Nettenging
 • Herbergi: Íbúðir með einu svefnherbergi og stofu

Vistarverur

 • Vifta
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi 1,20 EUR á dag eða 8,40 EUR á viku
 • Sjónvarp: Gegn gjaldi

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun