fbpx Pyr Fuengirola | Vita

Pyr Fuengirola
3 stars

Vefsíða hótels

Pyr Fuengirola hótelið er stórt og reisulegt hótel sem staðsett er á frábærum stað við göngugötuna í Fuengirola. Stutt í fjörið á ströndinni og mannlífið á höfninni.

Á hótelinu eru 220 íbúðir sem skiptast í stúdíóíbúðir og eins til tveggja herbergja íbúðir. Íbúðirnar eru hins vegar af ýmsum stærðum og gerðum, meðal annars eru í boði fjölskylduíbúðir og þakíbúðir, svo hér ættu fjölbreyttir hópar ferðamanna að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
 
Íbúðirnar eru fjölbreyttar að útliti en þær eiga það sameiginlegt að vera bjartar og snyrtilegar. Veggir eru ljósmálaðir og ljósar flísar á gólfum. Húsgögn eru yfirleitt klassísk og viðarlituð. Herbergin eru öll með loftkælingu, fríu interneti, sjónvarpi með gervihnattarásum, svefnsófa og öryggishólfi. Eldhúsin eru vel útbúin með öllu því helsta sem þarf til að gera fríið þægilegt. Baðherbergin eru flísalögð en þar eru sturta, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
 
Á hótelinu er enginn eiginlegur veitingastaður en hægt er að setjast inn á kaffihús sem er líka bar. Þar er hægt að fá sér léttar máltíðir. Einnig er snarlbar starfræktur í hótelgarðinum yfir sumartímann. Í byggingunni eru ýmsir sjálfsalar með drykki og snarl. Hótelið er svo aðeins í nokkurra metra fjarlægð frá fjölmörgum veitingastöðum, kaffihúsum og börum.
 
Hótelgarðurinn er stór og skemmtilega hannaður með góðum grænum svæðum og gróðri allt um kring. Í honum er góð sundlaug sem er upphituð á veturna og svo sérstök barnasundlaug. Nóg er af plássi til sólbaðsiðkunar og góðir sólbekkir og sólhlífar til staðar. Einnig er sérstök sólbaðsverönd. Á hótelinu er einnig bókasafn og aðgangur að golfvelli.

Í heildina er Pyr Fuengirola hótelið frábær kostur fyrir fjölbreytta hópa ferðamanna, bæði vegna staðsetningar og fjölbreytni íbúðanna. Hótelið er á strandlengjunni þannig að aðeins nokkur skref eru í afslöppun eða fjör við sjávarsíðuna. Stutt ganga er á höfnina þar sem er mikið og skemmtilegt mannlíf. Gestamóttaka hótelsins er opin allan sólarhringinn en þar er til dæmis hægt að leigja bíl til að fara og skoða sig um á svæðinu.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 24 km
 • Strönd: 150 metrar í Fuengirola ströndina
 • Veitingastaðir: Allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Nettenging
 • Lyfta: Efri hæðir aðgengilegar með lyftu

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Loftkæling: og kynding
 • Ísskápur: Lítill

Fæði

 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun