fbpx Radisson Blu Royal, Dublin | Vita

Radisson Blu Royal, Dublin
4 stars

Vefsíða hótels

Þægindin eru í fyrirrúmi á þessu lúxushóteli í Dublin. Staðsetningin er frábær því hótelið er í hjarta borgarinnar og stutt frá flugvellinum. Útsýnið yfir borgina er stórkostlegt en falleg byggingarlist, hagstæð verslun og áhugaverðir íbúar eru nokkur af þeim atriðum sem einkenna þessa heillandi borg.

Á hótelinu eru um 150 herbergi sem skiptast í tveggja manna herbergi og svítur. Innréttingar og húsgögn eru nýtískuleg og hönnunin á herbergjunum stílhrein. Herbergin eru rúmgóð og teppi eru á gólfum. Í öllum íbúðum er loftkæling, frítt internet, sjónvarp og öryggishólf. Einnig er míníbar og aðstaða til að hella upp á kaffi eða te. Baðherbergin eru flísalögð með sturtu, baði og helstu snyrtivörum.
 
Morgunverður er framreiddur af girnilegu hlaðborði á V‘nV, veitingastað hótelsins en einnig er hægt að grípa með sér snarl í anddyri hótelsins. Yfir daginn og á kvöldin er þessi glæsilegi veitingastaður hótelsins opinn og gestir geta pantað sér bragðgóðar máltíðir t.d. franska eða írska rétti. Einnig er sérstakur matseðill fyrir börn. Að auki er hægt að panta mat upp á herbergið. Þrír glæsilegir barir eru þar að auki á hótelinu. Fjöldinn allur af kaffihúsum og börum eru í nágrenni við hótelið. 

Í um 5 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu er líkamsræktarsalur sem frítt er fyrir gesti að nota. Þar er allt sem þarf til að halda sér í hreyfingu á meðan á fríinu stendur en einnig sundlaug og sána þar sem gestir geta slakað á.

Hér er um að ræða virkilega gott hótel fyrir alla sem hafa áhuga á að fara til Dublin. Stílhreint hótel á flottum stað.

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 13 km
  • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Aðgengi fyrir fatlaða
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Kaffivél
  • Minibar
  • Hárþurrka

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun