fbpx Riu Don Miguel - Þriggja stjörnu - Enska ströndin

Riu Don Miguel, Playa del Inglés
3 stars

Vefsíða hótels

Hér er hlekkur með öllum helstu upplýsingum um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á hótel Riu Don Miguel.

Riu Don Miguel er gott þriggja stjörnu hótel á Ensku ströndinni. Hótelið stendur við Tirajana breiðgötuna svo þaðan sem stutt er í alla þjónustu og verslun. Ströndin er í um 1,5 kílómetra fjarlægð frá hótelinu en í stórum garði hótelsins er hægt að stunda ýmis konar afþreyingu.

ATH. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

Garðurinn er með stórri sundlaug ásamt borðtennis, biljarð, fótboltaspili og tennisvelli. Í garðinum er einnig bar þar sem hægt er að svala þorstanum eða fá sér létta rétti.

Herbergin eru björt og notaleg og búin öllum helstu nauðsynjum, s.s. síma, sjónvarpi, öryggishólfi (gegn gjaldi) og loftviftu, að ógleymdum fínum svölum. Svefnpláss er fyrir þrjá fullorðna. Öll herbergin líkt og sameiginlega aðstaðan eru ný uppgerð. Hálft fæði er innifalið í gistingu á Riu Don Miguel.

Farþegar VITA hafa verið sérstaklega ánægðir með þjónustu og viðmót starfsfólksins á hótelinu og þykir andrúmsloftið þar einstaklega gott. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 30 km
 • Miðbær: 300 m
 • Veitingastaðir: 150 m
 • Strönd: 1,5 km

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Nettenging: Gegn gjaldi
 • Herbergi: Hótelherbergi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Verönd/svalir
 • Minibar

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun