fbpx RIU Palace | Vita

RIU Palace
5 stars

Vefsíða hótels

Glæsilegt lúxushótel á hvítri sandströnd Grænhöfðaeyjarinnar Sal. Stutt frá flugvellinum og aðeins í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá miðbænum.
 
Hotel RIU Palace er í stærri kantinum, með um 500 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi, fjölskylduherbergi og svítur. Þrátt fyrir stærð hótelsins eru þægindin í hámarki og hugsað er fyrir öllum þörfum gestanna. Herbergin eru rúmgóð, björt og hlýleg með parketi á gólfi. Þau eru öll innréttuð í sama snyrtilega stílnum og í öllum herbergjum er loftkæling, Internet, öryggishólf, míníbar með drykkjum og ketill. Öllum herbergjum fylgja líka svalir eða verönd og í sumum er svefnsófi.

Maturinn á hótelinu er virkilega fjölbreyttur og margir spennandi og bragðgóðir valkostir. Blandaði veitingastaðurinn Krystal fær frábæra dóma og á steikarstaðnum úti í hótelgarðinum og á aðalveitingastað hótelsins er hægt að njóta matar af hlaðborði og fylgjast með því hvernig maturinn er eldaður. Einnig eru sex barir á hótelinu þannig að þar er hægt að horfa á íþróttaviðburði, bragða á ljúffengum kokteilum og öðrum drykkjum eða til dæmis eyða tíma ofan í sundlauginni og synda upp að barnum.

Hótelgarðurinn er stór og vel búinn fyrir alla sóldýrkendur. Þar eru tvær stórar sundlaugar og ein barnalaug. Nóg er af sólbekkjum, sólhlífum og handklæðum fyrir alla. Einnig eru hengirúm í garðinum, sólbaðsverönd og svo er einkaströnd við hótelið þannig að auðvelt er að komast til að baða sig í kristalstæru Atlantshafinu eða njóta lífsins á hvítri ströndinni í hinu hlýja Grænhöfðaeyjaveðri. Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu sem og aðstaða til ýmiss konar íþróttaiðkunar og jafnvel er boðið upp á hóptíma. Dæmi um það sem hægt er að gera á eða við hótelið er strandblak, vatnaíþróttir, t.d. sigla á kajak og fara á vindbretti. Á hótelinu er líka heilsulind þar sem hægt er að bóka líkamsmeðferðir eða snyrtimeðferðir og slaka vel á.

Ferð til Grænhöfðaeyja er einstök upplifun og fjölmargt að skoða og upplifa. Hotel RIU er fullkomið fyrir ferðalagið þitt, hver svo sem tilgangurinn er með því. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 18 km
 • Strönd: Einkaströnd
 • Miðbær: Nokkrar min frá miðbænum
 • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun