fbpx Rosa Del Mar. Glæsilegt hótel. Við San Matias. Milli Palmanova og Magalluf

Rosa del Mar Aparthotel, Palmanova
4 stars

Vefsíða hótels

Glæsilegt hótel rétt við San Matias-ströndina, á mörkum Palmanova og Magalluf. Stutt er í verslanir og veitingastaði.
Í hótelinu eru 183 nútímalega og stílhreint innréttaðar vistarverur, 27 fm stúdíó og 29 fm junior svítur með ísskáp, eldhúskrók og svefnsófa, sem rúma allt að fjóra, og 54 fm íbúðir með vel búnum eldhúskrók, sem rúma allt að fimm einstaklinga. Allar eru búnar sjálfsögðum þægindum eins og loftkælingu, síma, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum og öryggishólfi gegn gjaldi. Á baðherbergjum eru hárþurrka og baðvörur. Við allar vistarverur eru svalir.  

Í hlaðborðsveitingasalnum í hótelinu er hægt að fylgjast með kokkunum að störfum og á öðrum veitingastað laða matreiðslumeistararnir fram ljúffenga rétti af matseðli. Happy Burger sérhæfir sig eins og nafnið gefur til kynna í hamborgurum af ýmsum gerðum. Snarlbar er í hótelgarðinum. Í hótelinu er líka bar þar sem hægt er að kæla sig niður við ljúffengan kokteil eða annan svalandi drykk við hönd.

Heilsulind er í hótelinu og þar er innisundlaug, gufubað, tyrkneskt gufubað og heitur pottur. Þar er  boðið upp á nudd og aðrar líkamsmeðferðir, hand- og fótsnyrtingu og andlitsmeðferðir.
Í sundlaugargarðinum er öll aðstaða til fyrirmyndar, sólbekkir og sólhlífar og. Sérstakt svæði er ætlað börnunum, þar eru tvær laugar og vatnsrennibrautir. Krakkaklúbbur er starfræktur við hótelið. Á kvöldin er skemmtidagskrá við hótelið, diskótek eða lifandi tónlist.

Rosa del Mar er spottakorn frá San Matias-ströndinni og stutt er í iðandi mannlíf með verslunum og veitingastöðum. Fyrir þá sem vilja halda sér í formi er hótelið frábær kostur því að í nokkurra mínútna göngufæri eru gönguleiðir, hjólaleiðir, fótboltavellir, tennisvellir, sundlaugar, golfvellir og vatnasport.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 28 km
 • Strönd: Rétt við strönd
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun