fbpx Rosamar. Gott 3 stjörnu hótel. Levante ströndin, Benidorm.

Rosamar Hotel, Benidorm
3 stars

Vefsíða hótels

Gott 3 stjörnu hótel í hjarta Benidorm, skammt frá Levante-ströndinni. Allt sem þarf í næsta nágrenni.

Í öllum herbergjum er gervihnattasjónvarp, öryggishólf, loftkæling og svalir. Hægt er að leigja ísskáp. Þráðlaust internet er á hótelinu, gegn gjaldi. Athugið að í september gæti verið slökkt á loftkælingunni. Hægt er að fá lánað/an straujárn og hárblásara í afgreiðslu gegn gjaldi. 

Sundlaugargarðurinn er stórskemmtilegur, þar er m.a. sundlaug, barnalaug og leiksvæði fyrir börnin.

Heilsulind með innilaug, nuddpotti, sauna og tyrknesku baði. Einnig líkamsrækt og aðstaða til að leika tennis, borðtennis, biljarð, pílukast og minigolf. Heilsulindin og líkamsræktin er opin þrisvar til fjórum sinnum í viku frá 16:00-19:30.

Aðgangur að líkamsræktinni kostar 4 EUR per klukkustund og aðgangur að heilsulind og líkamsrækt kostar 7 EUR per klukkustund.

Veitingahús og nokkrir barir, m.a. snarlbar við laugina.

Í hjarta Benidorm.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 60 km
 • Miðbær: 1,5 km
 • Strönd: 400 m
 • Veitingastaðir: 150 m

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Á sameiginlegum svæðum og á herbergjum gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka: Hægt að fá lánað í afgreiðslu gegn gjaldi

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun