fbpx Santa Barbara Golf and Ocean Club | Vita

Santa Barbara Golf and Ocean Club
3 stars

Vefsíða hótels

Hótelið er staðsett við ströndina um 15 mín akstur frá flugvelli og örstutt frá Golf del Sur golfvellinum.
Um 15 mín ganga er að golfvellinum eða um tvær mínútur í leigubíl, sem kostar ca. 4 evrur. Í göngufæri frá hótelinu eru nokkrir veitingarstaðir og barir.

Á hótelinu er útisundlaug, heilsulind með heitum potti og gufubaði. Allar íbúðirnar á  Santa Barbara Tenerife eru með vel útbúin eldhús með ísskápi, þvottavél og þurrkara.

Setusvæði er með sófa, flatskjásjónvarpi með gervihnattarásum og DVD-spilara. Baðherbergin eru með hárþurrku. Öll herbergin eru með  loftkælingu og hita. Mjög falleg útsýni er víða frá hótelinu yfir Atlantshafið. 
Veitingastaðurinn Melrose er með úrval af staðbundnum og alþjóðlegum réttum á matseðlinum og hægt er að fá sér drykki eða snarl á sundlaugarbarnum. Matvöruverslun er á staðnum sem er mjög þægilegt fyrir gesti að hafa. 

Fjarlægðir

 • Strönd: 100 metra frá ströndinni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Hárþurrka
 • Íbúðir

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun