fbpx Servatur Playa Bonita, Playa del Inglés | Vita

Servatur Playa Bonita, Playa del Inglés
4 stars

Vefsíða hótels

Fjögurra stjörnu hótel staðsett aðeins 300 metra frá ströndinni (Playa del Inglés). 

Á hótelinu eru 257 herbergi, þarna er móttaka opin allan sólarhringinn, veitingastaður, kokteilbar og snarlbar. Fallegur garður er á hótelinu þar sem er sundlaug, sólbaðsaðstaða og úti bar.  Hægt er að velja að vera eingöngu með morgunmat innifalinn, hálft fæði eða allt innifalið. Allur matur er reiddur fram af hlaðborði. Á veitingastaðnum er val um að sitja úti eða inni.

Nokkrar týpur af herbergjum er í boði en öll eru þau rúmgóð og fallega innréttuð. Þau eru öll með öryggishólfi, sjónvarpi, síma og loftkælingu. Baðherbergi eru með sturtu, hárþurrku og helstu snyrtivörum. Inn á öllum herbergjum er hjónarúm og svefnsófi þar sem 2 börn geta sofið.  Þráðlaust internet er á öllu svæðinu. Superior herbergin eru einnig með baðsloppa og inniskó ásamt te eða kaffi aðstöðu.

Góður kostur fyrir þá sem vilja vera nálægt ströndinni, en allt um kring má finna iðandi mannlíf og úrval veitingastaða.

Fjarlægðir

  • Frá strönd: 300 metrar - Playa del Inglés
  • Veitingastaðir: Rétt hjá
  • Frá miðbæ: Kasbah - 9 mínútna ganga
  • Frá miðbæ: Yumbo Center - 20 mín ganga

Aðstaða

  • Þráðlaust net
  • Sundlaug
  • Skemmtidagskrá
  • Sundlaugabar
  • Sólbekkir
  • Handklæði fyrir hótelgarð
  • Barnaleiksvæði
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Skemmtidagskrá

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Sturta
  • Hárþurrka
  • Herbergi
  • Herbergi með aðstöðu fyrir fatlaða - þarf að sérpanta
  • Verönd/svalir

Fæði

  • Morgunverður, Hálft fæði, Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun