fbpx Somont

Somont
4 stars

Vefsíða hótels

Hótel Somont er fallegt  fjögurra stjörnu hótel, ofarlega í bænum Selva. Það er frábærlega vel staðsett við skíðabrekku sem liggur frá einu stærsta skíðasvæðinu niður í miðbæ.

Aðeins 50 metrar eru frá hótelinu að næstu skíðalyftu og þú getur rennt þér heim að dyrum. 10 mínútna gangur er í miðbæinn, þannig að staðsetningin gerist vart betri.
Tekin er lyfta frá skíðageymslunni uppá skíðabrautina sem liggur framhjá hótelinu.
 
Á Somont er gestamóttaka, falleg setustofa með arni, veitingasalur og bar.

Glæsilegt heilsusvæði er á hótelinu með innisundlaug, sólbekkjum, tyrknesku baði, nuddpotti, sauna og hvíldaraðstöðu. Aðgangur að því er innifalinn í verði. 

Vita er með samning um þrjár gerðir herbergja:
Superior, Comfort og Junior suite.

Tvíbýli  - Comfort, er 26 m²
Rúmgóð tveggja manna  herbergi í fallegum alpastíl. Herbergi eru parketlögð, öll með sturtu og hárþurrku, setkrók, síma, sjónvarpi, þráðlausri nettengingu, öryggishólfi, ísskáp og svölum.

Tvíbýli – Superior (Sasslong) er 27 m²
Rúmgóð tveggja manna herbergi í fjallakofa eða alpastíl. Herbergi eru parketlögð, öll með sturtu og hárþurrku, setkrók, síma, sjónvarpi, skrifborði,  þráðlausri nettengingu, öryggishólfi, ísskáp og svölum eða verönd.

Tvíbýli – Junior Suite 32 m²
Rúmgóð tveggja manna herbergi í fallegum alpastíl. Svíturnar eru parketlagðar, allar með sturtu og hárþurrku, setkrók eða sófa,  síma, sjónvarpi, skrifborði,  þráðlausri nettengingu, öryggishólfi og svölum.

Á hótel Somont er hálft fæði, morgunverður og kvöldverður.

 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 192 km
 • Miðbær: Í göngufæri - 5 mínútur
 • Skíðalyfta: 50 m
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Nettenging
 • Sundlaug: Innisundlaug

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun