fbpx Spring hotel Arona Gran & Spa, mjög gott hótel í Los Cristianos

Spring Arona Gran Hotel & Spa, Los Cristianos
4 stars

Vefsíða hótels

Spring Arona Gran er mjög gott hótel og heilsulind, fyrir 18 ára og eldri, á besta stað við strandgötuna í suðurhluta Los Cristianos. Hótelið er aðeins ætlað fullorðnum. Verslanir, veitingastaðir og sandströndin í léttu göngufæri.

Hótelið er með 390 fallega innréttaðar vistarverur sem skiptast í tveggja manna herbergi og svítur. Innréttingar eru nútímalegar og stílhreinar, í hvítum og brúnum tónum. Parkett er á gólfum. Alls staðar er loftkæling, sími, 32 tommu flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, þráðlaus nettenging og öryggishólf, hið minnsta. Smábar er gegn gjaldi. Á baðherbergjum er hárþurrka og baðvörur.
,,UP" herbergi á Arona Gran bjóða uppá meiri þjónustu eins og aðstoð með töskur uppá herbergi, aðgangur í heilsulind, aðgangur á þakverönd með þægilegri aðstöðu, drykkjum og snarli. Herbergin eru betri með baðslopp og inniskóm, gjöf við komu og Nespresso kaffivél (hylkin ekki innifalin). 
Einnig er nettenging og öryggishólf innifalin sem er gegn gjaldi annars. 
Ef gist er 7 nætur eða lengur er einnig einn kvöldverður og 30 min nudd. 

Veitingastaðurinn Las Vistas býður upp á morgunverðarhlaðborð með ríkulegu úrvali heitra og kaldra rétta og kvöldverðarhlaðborð með áherslu á alþjóðlega og Miðjarðarhafsmatargerð. Í hádeginu og tvö kvöld vikunnar eru ljúffengir réttir í boði af matseðli á veitingastaðnum Culinarium. Lifandi tónlist er á setustofubarnum á kvöldin.

Hótelgarðurinn er gróðursæll og þar eru þrjár upphitaðar sundlaugar, með sólbekkjum, sólhlífum og Balíbeddum í kring. Starfsfólk sér um afþreyingu fyrir þá sem vilja frá morgni fram á kvöld. Á Palapa-sundlaugarbarnum er hægt að fá síðbúinn kaldan morgunverð milli 10 og 11 og hádegisverð. Snarl og svalandi drykkir fást þar fram á kvöld.

Heilsulindin í hótelinu er öll hin glæsilegasta og býður upp á næringu fyrir bæði líkama og sál. Þar er innisundlaug, gufubað og þurrgufa og hvíldarhreiður. Ótal gerðir nudd- og líkamsmeðferða eru í boði, hægt er að slaka á við ilmolíuangan eða láta þekja sig með kavíar. Líkamsræktaraðstaðan er góð, með tækjum og tímum.

Í gestamóttökunni sem er opin allan sólarhringinn er þvotta- og þurrhreinsiþjónusta og starfsfólk aðstoðar við bílaleigu, miðakaup og ferðaskipulag.

Arona Gran er mjög gott hótel á besta stað við strandgötuna í suðurhluta Los Cristianos. Það er einungis ætlað fullorðnum, með glæsilega heilsulind og því fullkomið til að næra bæði líkama og sál, fjarri skarkala og látum. Golfvöllur er í 3 km fjarlægð og bjóðast gestum sem vilja halda sveiflunni við sérkjör á hann. Nokkurra mínútna gangur er í miðbæ Los Cristianos þar sem veitingastaðir og verslanir eru á hverju horni.

 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 13 km
 • Strönd: 750 km í Los Cristianos ströndina
 • Miðbær: Í Los Cristianos, ca 2 km frá Parque Santiago 6

Aðstaða

 • Veitingastaður
 • Aðgengi fyrir fatlaða
 • Bar
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging
 • Gestamóttaka: Opin allan sólarhringinn
 • Sundlaug: Þrjár upphitaðar sundlaugar

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Herbergi
 • Minibar: Gegn gjaldi

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun