fbpx Stella Maris, Fuengirola | Vita

Stella Maris, Fuengirola
3 stars

Vefsíða hótels

Stella Maris hótelið er í nútímalegri byggingu við strandlengjuna. Frábær staðsetning og flott útsýni yfir strandlengjuna og út á hafið. Stutt í helstu samgöngur og í golfið.

Á hótelinu eru 77 íbúðir sem skiptast í stúdíóíbúðir og íbúðir með einu til tveimur herbergjum. Íbúðirnar eru ólíkar en þær eiga það sameiginlegt að vera bjartar, hlýlegar og hönnun þeirra er einföld. Veggir eru ljósmálaðir og húsgögn eru viðarlituð. Á gólfum er parket eða dúkur. Í íbúðunum eru vel útbúin eldhús með öllu því helsta til matargerðar, örbylgjuofni og ísskáp. Í íbúðunum er loftkæling, sjónvarp, öryggishólf og sími ásamt helstu húsgögnum í stofu og eldhúsi. Í öllum íbúðum eru svalir eða verönd með útihúsgögnum þar sem hægt er að njóta dásamlegs útsýnis út á Miðjarðarhafið. Baðherbergin eru snyrtileg en þar eru sturta og hárþurrka.

Á hótelinu er enginn veitingastaður en þar er bar. Gestir geta því fengið sér svalandi drykk og notið hans á sundlaugarbakkanum. Góðir veitingastaðir, matvöruverslanir og barir eru aðeins í stuttri göngufjarlægð frá hótelinu. Einnig eru verslanir og sjálfsalar í byggingunni.

Hótelgarðurinn er með góðri sundlaug en úr garðinum er fallegt útsýni út á Miðjarðarhafið. Góð aðstaða er til sólbaðsiðkunar í garðinum og nóg pláss. Á hótelinu er einnig leikjaherbergi þar sem hægt er að eyða tímanum innandyra ef gestir hafa fengið nóg af útiverunni.

Í heildina er Stella Maris skemmtilegur kostur fyrir fjölskyldur og aðra ferðamenn sem vilja vera nálægt ströndinni en í eigin íbúð. Hótelið er í stuttri göngufjarlægð frá höfninni og vinsælum stöðum í Fuengirola. Hægt er að leigja bíl í gegnum hótelið til að fara í bíltúr og skoða sig um á svæðinu.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 23 km
 • Strönd: 250 m í Fuengirola strönd
 • Veitingastaðir: Allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Lyfta
 • Nettenging
 • Aðgengi fyrir fatlaða: Efri hæðir aðgengilegar með lyftu

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Kaffivél
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Íbúðir
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi
 • Ísskápur: Lítill
 • Loftkæling: og kynding

Fæði

 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun