fbpx Swell Boutique Hotel, Rethymnon | Vita

Swell Boutique Hotel, Rethymnon
4 stars

Vefsíða hótels

Swell Boutique hótelið stendur á glæsilegum stað á ströndinni við bæinn Rethymnon á Krít. Stutt er frá hótelinu í allt það helsta á svæðinu og hótelið hefur rólegt yfirbragð. 

Á hótelinu eru 27 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi og svítur af nokkrum stærðum. Herbergin eru rúmgóð, snyrtileg og klassísk en hönnunin er mínímalísk og nútímaleg í senn. Á öllum herbergjum eru loftkæling, internet, sjónvarp með gervihnattastöðvum, ísskáp, síma, öryggishólfi og tekatli. Út frá öllum herbergjum eru svalir með góðum útihúsgögnum og útsýni til sjávar. Baðherbergin eru flísalögð og með frábærri sturtu, hárþurrku og helstu snyrtivörum.

Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á ferskt hráefni frá svæðinu en áhersla er lögð á þekkta gríska rétti og gríska matarmenningu. Morgunverður er borinn fram á girnilegu hlaðborði. Einnig er bar í hótelgarðinum þar sem hægt er að fá svalandi drykki og ljúffengt snarl.

Hótelgarðurinn er lítill, þar sem ströndin er í bakgarði hótelsins. Þó er í garðinum lítil upphituð sundlaug og eitthvað af sólbekkjum. Á hótelinu er líkamsræktarstöð þar sem fólk getur haldið áfram sinni venjulegu rútínu þó það sé í fríi. Einnig er þar heilsulind þar sem hægt er að fara í sánu, tyrkneskt bað og fleira en einnig er hægt að panta meðferðir, til dæmis nudd og aðrar heilsumeðferðir eða snyrtimeðferðir. 

Í heildina er um að ræða frábært hótel fyrir alls konar ferðamenn. Starfsfólk hótelsins er reynslumikið, kurteist og alltaf tilbúið að hjálpa gestum að gera fríið ógleymanlegt. Staðsetning er skemmtileg því hótelið er beint fyrir ofan Rethymnon sandströndina einnig er stutt að fara inn í miðbæinn til að skoða það helsta í sögu og menningu svæðisins. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 37,1 km
 • Strönd: Rétt við ströndina
 • Veitingastaðir: Allt um kring
 • Miðbær: Rethymnon, rétt hjá

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Handklæði fyrir hótelgarð
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Kaffivél: aðstaða til að gera kaffi eða te

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun