fbpx Thalassa Beach Resort, Agia Marina | Vita

Thalassa Beach Resort, Agia Marina
4 stars

Vefsíða hótels

Thalassa beach resort í Agia Marina er rólegt hótel sem er eingöngu fyrir fullorðna. Glæsilegt útsýni er frá hótelinu yfir á Thodorou eyju. Hér má upplifa á eigin skinni hina frægu grísku gestrisni, í stuttri göngufjarlægð frá ströndinni og yndislegu veðurfari.

Á hótelinu eru 81 herbergi sem skiptast í tveggja manna herbergi og svítur. Herbergin eru fallega hönnuð en í þeim eru stórir gluggar sem hleypa birtunni inn. Á gólfunum er dökkt og hlýlegt parket, húsgögn eru úr ljósum við og veggir ljósmálaðir. Í öllum herbergjum eru loftkæling, internet, sjónvarp með gervihnattastöðvum, öryggishólf, lítill ísskápur og sími. Öllum herbergjum fylgja svalir með útihúsgögnum og frá sumum þeirra er fallegt útsýni út á hafið. Baðherbergi eru með baðkari og sturtu, helstu snyrtivörum, stækkunarspegli, síma og hárþurrku. 

Á hótelinu er veitingastaður þar sem pantaður er matur af girnilegum matseðli. Í hótelgarðinum er snarlbar þar sem hægt er að panta léttari rétti og fjölbreytta drykki, jafnvel án þess að fara upp úr sundlauginni. Á strandbarnum er svo hægt að fá sér gríska smárétti og auðvitað drykki. 
Hótelgarðurinn státar af fallegri sundlaug með frábæru útsýni. Við sundlaugina er hægt að sitja í notalegu umhverfi og spjalla eða fá sér eitthvað í svanginn. Sólbekkir og sólhlífar eru á sérstökum sólbaðssvæðum.

Þar sem engin börn koma á hótelið og lágmarksaldur er 16 ára er einstaklega rólegt þar og hótelið því frábær staður til að slaka aðeins á. Hægt er að fara í jógatíma við sundlaugina eða til dæmis sækja matreiðslunámskeið og læra að elda grískan mat. Á hótelinu er heilsulind þar sem er innisundlaug og hægt er að bóka nudd og aðrar meðferðir. Ýmis afþreying er á hótelinu, allt frá skipulagðri dagskrá á daginn til lifandi tónlistar við sundlaugina á kvöldin. Listasalur er á hótelinu og eru þar settar upp fjölbreyttar sýningar.

Í heildina er Thalassa beach resort gott hótel þar sem fullorðnir geta slakað á og notið þess að vera í fríi við sjávarsíðuna.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 30 km
 • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
 • Strönd: Á ströndinni í Agia Marina

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun