fbpx Vila Galé Cascais | Vita

Vila Galé Cascais
4 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

Vila Galé Cascais er 4 stjörnu hótel vel staðsett, nálægt Boca do Inferno klettunum, smábátahöfninni og sögufræga miðbænum í Cascais. Hótelið er með fallegt útsýni til sjávar og sundlaugagarðurinn er stór og rúmgóður með sundlaug og barnalaug, sólbekkjum og sundlaugabar þar sem hægt er að fá drykki og snarl yfir daginn. Veitingastaðurinn er með morgunverðarhlaðborð og einnig er hægt að fá hádegisverð og kvöldverð af matseðli. Bar er í gestamóttöku. Í heilsulindinni er hægt að fara í sauna og nudd.

Herbergin eru ýmist með eða án sjávarsýn. Þau eru öll með svölum og loftkælingu. Minibar er á herbergjum, sjónvarp og öryggishólf er gegn gjaldi. Einnig er hægt að fá ketil upp á herbergi til að að hita kaffi, það þarf að óska eftir því í gestamóttöku. Baðherbergin eru með baðvörum og hárþurrku.

Gott hótel á besta stað í Cascais.

Aðstaða

  • Þráðlaust net
  • Sundlaugabar
  • Sundlaug
  • Barnasundlaug
  • Gestamóttaka
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Heilsulind
  • Lyfta

Vistarverur

  • Þráðlaust net
  • Verönd/svalir
  • Herbergi
  • Minibar
  • Loftkæling
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp
  • Baðvörur
  • Hárþurrka

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun