fbpx Villa Venecia. Fallegt boutique hótel. Levante og Poniente ströndin.

Villa Venecia, Benidorm
5 stars

Vefsíða hótels

Gullfallegt  „boutique" hótel. Flott hönnun, góður aðbúnaður og húsgögnin eru elegant og smart. Marmari  á gólfum, falleg setustofa og bar í gestamóttöku. Gluggar ná frá gólfi til lofts og útsýni er einstakt. Hótelið er 5 hæðir með tveim litlum þakgörðum. Annar er með lítilli sundlaug, hvítum leðursófum og opnum Kokteilbar á kvöldin yfir sumarið. Hinn garðurinn er með nuddpotti og sauna.

Villa Venecia er uppi á höfðanum í miðbænum milli Levante- og Poniente- strandanna og útsýni gott yfir báðar strendurnar.  Segja má að hótelið sé á miðpunkti Benidorm og sérstaklega stutt í verslanir, veitingastaði og iðandi mannlíf.

Á hótelinu eru 25 herbergi, nýtískuleg og fallega innréttuð, með viðargólfi, risastórum gluggum og miklu útsýni.  Herbergi eru loftkæld með hárþurrku, flatskjá með gervihnatta- og tónlistarrásum, öryggishólfi, smábar, espressó-kaffivél, síma og nettengingu. Í stað svala eru gluggar frá gólfi til lofts.

Baðherbergið er mjög sérstakt og er stórt baðkarið aðskilið frá svefnherbergi með gleri. Allt klætt marmara og með bestu hugsanlegu tækjum, einnig er sturtuklefi.

Veitingasalur er lítill en fallegur og einnig með stórum gluggum og fallegu útsýni. Verönd fyrir hótelgesti og aðra er við hótelið.  Hádegis- og kvöldverður eru framreiddur af sérréttamatseðli,  „a la carte".

Hægt er að velja um morgunverð eða  hálft fæði.

Ekta hótel fyrir brúðhjón eða aðra sem vilja gera mjög vel við sig.

Tekið skal fram að framkvæmdir eru í gangi fyrir framan hótelið sumarið 2019 sem gæti valdið ónæði.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 1 klukkustund á flugvöllinn í Alicante
 • Miðbær: Í miðbænum
 • Strönd: 100 metrar
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging á sameiginlegum svæðum og á herbergjum án endurgjalds
 • Herbergi: sem taka allt að þrjá

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun