fbpx Viva Sunrise, Alcudia | Vita

Viva Sunrise, Alcudia
4 stars

Vefsíða hótels

Viva Sunrise er fjögurra stjörnu hótel staðsett á góðum stað í Alcudia og aðeins í 400 metra fjarlægð frá ströndinni. Þarna er mikið um að vera fyrir börnin, vatnsrennibrautir og fleira skemmtilegt. 

Á hótelinu er móttaka opin allan sólarhringinn, lítil matvöruverslun, ásamt veitingastöðum, sundlaugabar og skemmtilegum sundlaugagarði. Í garðinum er  m.a. stór sundlaug og sólbekkir allt um kring. Snarlbar er einnig í garðnum svo stutt er að fara til að fá sé eitthvað gott að borða, eða bara til að svala þorstanum. Viva Sunrise leggur mikla áherslu á afþreyingu fyrir börnin og eru vatnsrennibrautir fyrir þau yngstu, barnaleiksvæði og skemmtidagskrá ætluð bæði börnum jafnt sem fullorðnum. 

Hægt er að velja um að vera með án fæðis, hálft fæði (morgunverður og kvöldmatur), allt innifalið eða allt innifalið ELITE, en hjá þeim sem eru með Elite, þá er enn meira úrval í boði, m.a. er hægt að fara einu sinni í viku á "a la carte" veitingarstaðinn á hótelinu, það er meira úrval af áfengum drykkjum, 50% afsláttur af nuddi, baðsloppur og inniskór fylgja, á hverjum degi er áfyllling af völdum drykkjum á minibarinn (4 gosdrykkir, djús, 2 bjórar og 2 vatnsflöskur) og einnig er öryggishólf innifalið. 

Hægt er að fá íbúðir með einu svefnherbergi sem rúma allt að 2 fullorðna og 2 börn, eða 3 fullorðna og 1 barn Þær eru allar með einu svefnherbergi, stofu þar sem er svefnsófi eða stúdíó íbúðir sem rúma hámark 2 einstaklinga. Allar íbúðir hafa litla eldhúsaðstöðu þar sem m.a er örbylgjuofn, lítill kæliskápur, helluborð, brauðrist og kaffivél. Svalir fylgja einnig öllum íbúðum, ásamt loftkælingu, sjónvarpi, síma, öryggishólf gegn gjaldi og þráðlausu interneti. Inn á baðherbergjum er hárþurrka.  

Í sundlaugargarðinum er hægt að fá nudd gegn gjaldi og hægt er að leigja sundlaugarhandklæði. Fyrir þá sem vilja hreyfa sig er líkamsræktaraðstaða á hótelinu.  Hjólreiðarfólk getur fengið að geyma hjólin inn í læstri hjólreiðargeymslu. 

Viva Sunrise er frábær valkostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig í fríinu, njóta og hafa það gaman saman. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 54,5 km.
 • Miðbær: 2 km.
 • Veitingastaðir: Í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging
 • Heilsulind: Hægt að fá nudd
 • Handklæði fyrir hótelgarð: Já, gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun