fbpx Zafiro Mallorca - gott íbúðahótel, fyrir fjölskyldur og barnafólk

Zafiro Mallorca, Can Picafort
4 stars

Vefsíða hótels

Mjög gott íbúðahótel, tilvalið fyrir fjölskyldur og barnafólk enda er aðstaða einstök fyrir káta krakka og líka er vel hugsað pabba og mömmur.

Íbúðir í Zafiro Mallorca eru 262, flísalagðar, bjartar og rúmgóðar. Pláss er fyrir tvo til fjóra og í samliggjandi stúdíói og íbúð með dyrum á milli rúmast sex. Allar íbúðir eru mjög vel búnar með loftkælingu og eldhúskrók þar sem er að finna helluborð, ísskáp, örbylgjuofn, brauðrist, kaffivél, hraðsuðuketil og öll nauðsynleg eldhúsáhöld. Í vistarverunum er sjónvarp, sími, tónlistarrás og öryggishólf (gegn aukagjaldi) auk þess sem ókeypis aðgangur er að þráðlausu neti. Hárþurrka fylgir baðherberginu og svalir eða verönd með húsgögnum eru á öllum íbúðum.

Hlaðborðsveitingastaðurinn Caprice er starfræktur á staðnum og þar er hægt að fá fjölbreyttan og girnilegan mat á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Ítalskur veitingastaður er einnig í boði á hótelinu.

Babalú-setustofubarinn er opnaður síðdegis og opinn þar til skemmtidagskrá lýkur á kvöldin.

Á Palapa-sundlaugarbarnum, sem er opinn allan daginn, er hægt að fá fjölbreytta smárétti og snarl allan daginn auk margvíslegra drykkja. Einnig er boðið upp á handklæði við sundlaugina. 

Fallegur og gróinn garður er við hótelið. Þar er stór útisaundlaug og einnig afbragðs sólbaðsaðstaða með bekkjum og sólhlífum, svo og laug með leiktækjum, sjóræningjaskipi og vatnsrennibrautum fyrir börn. Vel er hugsað fyrir þörfum barnanna með leikvelli og skemmtidagskrá. Heilsulind með innisundlaug, sána, tyrknesku gufubaði, nuddþjónustu og nuddpotti er opin fyrir þá sem það kjósa, svo og líkamsræktaraðstaða. 

Frábær afþreyingar- og íþróttaaðstaða er í og við hótelið, til dæmis tennisvöllur, blakvöllur, púttflöt, vatnsíþróttasvæði, skotæfingasvæði, borðtennisborð, billjardborð og reiðhjólaleiga. Svo er auðvitað hægt að komast í golf og alls konar sjósport við Alcudia-flóann eins og annars staðar á Mallorca.

Fyrir náttúruunnendur má nefna S'Albufera-þjóðgarðinn sem er frægur fyrir fuglalíf og er í aðeins fárra kílómetra fjarlægð frá C'an Picafort.

Næsti súpermakaður er í  u.þ.b. 10 mínútna göngufjarlægð , 550 metra frá hótelinu.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 60 km
 • Miðbær: 54 km til Palma
 • Strönd: 500 m
 • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun