fbpx Mountain Design Hotel Eden, Selva | Vita

Mountain Design Hotel Eden Selva
4 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

Fjögurra stjörnu hótel staðsett á góðum stað í Selva, rétt hjá hótel Somont og Garni Schenk sem margir þekkja. Aðeins í stuttu göngufæri frá skíðabrekkunum.

Hótelið er það eina í Selva sem hefur vottun fyrir að vera "Clima hotel“. Byggingin sjálf er úr vistvænum efnum og er lögð mikil áhersla á sjálfbærni og náttúruvernd með áherslu á heilsu og vellíðan.  

Á hótelinu er móttaka, veitingastaður þar sem boðið er uppá hálft fæði (morgunmatur og kvöldmatur), bar, skíðageymsla og falleg heilsulind.

Herbergin eru fallega innréttuð og rúmgóð. Parket er á gólfum. Hægt er að velja um ýmsar herbergjatýpur eins og tvíbýli Premium Relax og Superior herbergi. Öll eru þau með sjónvarpi, síma, öryggishólfi, minibar og þráðlausu interneti. Baðherbergi eru með hárþurrku og helstu snyrtivörum.

Þetta er vel staðsett hótel á frábærum stað í Selva (ski-in, ski-out).

Aðeins er í boði ferðir til og frá flugvellinum í Verona. Rútuferðina þarf að bóka aukalega gegn gjaldi. Einnig þarf að bóka aukalega gegn gjaldi skíðapoka.

*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar. 

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: 2,5 klst akstur frá flugvellinum í Verona
  • Frá skíðalyftu: Rétt hjá

Aðstaða

  • Þráðlaust net
  • Gestamóttaka
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Upphituð skíðageymsla
  • Heilsulind
  • Gufubað

Vistarverur

  • Minibar
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Hárþurrka
  • Baðsloppar
  • Baðvörur

Fæði

  • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun