Jaz Casa Del Mar Beach, Hurghada
Vefsíða hótels

Glæsilegt fimm stjörnu hótel við ströndina í Hurghada sem er hannað þannig að það falli vel inn í landslagið. Umhverfið er töfrandi, þjónustan í hæsta gæðaflokki og alls kyns afþreying í boði.
Á hótelinu er falleg einkaströnd, 6 lúxussundlaugar og þar af ein eingöngu fyrir fullorðna og tvær barnalaugar. Þarna er einnig að finna líkamsræktarstöð og heilsulind ásamt barnaklúbbi og leikvelli. Skemmtiatriði eru í boði á hótelinu, bæði á daginn og kvöldin.
Á Jaz Casa Del Mar Beach eru fjórir góðir veitingastaðir, litrík tesetustofu og framúrskarandi morgunverðarhlaðborð.
Herbergin eru vel útbúin með öllu því helsta eins og loftkælingu, nettengingu, sjónvarpi, hárþurrku, öryggishólfi, svalir og húsgögn á svölum. Í boði er að panta allt frá einstaklingsherbergjum yfir í rúmgóð fjölskylduherbergi. Hægt er að óska eftir samtengdum herbergjum fyrir allt að 6 manns.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn, ókeypis bílastæði er á svæðinu og möguleiki er að panta bílaleigubíl.
Svæðið í kring er þekkt fyrir ótrúleg kóralrif og skemmtilega möguleika í vatnasportinu. Starfsfólk hótelsins getur aðstoðað með að bóka slíka þjónustu ásamt öðrum spennandi dagsferðum.
Jaz Casa Del Mar Beach er lúxushótel með hágæða þjónustu og frábæra aðstöðu.
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Sundlaug
- Sundlaugabar
- Barnasundlaug
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Gestamóttaka
- Bar
- Skemmtidagskrá
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
Vistarverur
- Herbergi
- Loftkæling
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Te- eða kaffiaðstaða
- Lín og handklæðaskipti
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið