VITA - ferðaskrifstofa í eigu Icelandair Group
Algengar spurningar
Að bóka ferð
-
Hvernig bóka ég ferð hjá VITA?
-
Skrifstofa VITA er opin alla virka daga frá kl. 09:00 - 16:00. Síminn er 570 4444 og einnig má senda póst á [email protected] og [email protected]. Á skrifstofunni geturðu fengið faglega ráðgjöf hjá starfsfólki okkar og gengið frá bókun og greiðslu ferða. Athugaðu að tekið er 2900 kr. þjónustugjald á hvern farþega þegar gengið er frá bókun á skrifstofu eða í gegnum síma.
Einfaldast og hagkvæmast er að bóka ferðir í gegnum bókunarvélina á heimasíðu VITA. Þú velur fjöld farþega, tegund ferðar, áfangastað, brottfarartíma og dvalartíma.
Bókanir og flugmiðar
-
Kostar aukalega að bóka í síma eða á skrifstofu VITA?
-
Já, það kostar 2900 kr á hvern farþega.
Matur um borð
-
Hvernig mat er boðið upp á um borð?
-
Í flugi á vegum Icelandair:
Farþegum gefst kostur á því að kaupa samlokur og aðrar veitingar um borð gegn gjaldi. Greiðsla er tekin fyrir áfenga drykki og gos.Í flugi á vegum annarra flugfélaga:
Farþegum gefst oftast kostur á því að kaupa samlokur eða annan mat um borð gegn gjaldi. Greiðsla er tekin fyrir áfenga drykki, gos og vatn . ATH að í sumum tilfellum er ekki hægt að greiða með kreditkorti og í öðrum tilfellum taka erlend flugfélög aðeins við greiðslu í EUR.
Betri sæti
-
Hvað eru betri sæti VITA?
-
Betri sæti eru fremstu 6 sætaraðirnar í leiguflugum VITA. Þar eru aðeins tvö sæti saman, sitt hvoru megin við ganginn. Þessi sæti eru breiðari en sæti á almennu farrými, og hafa meira fótapláss.
Betri sætum í leiguflugum fylgir ekki Saga Premium þjónusta Icelandair. Tekið er gjald fyrir sætisval en það er mismunandi eftir flugleiðum.
Hjólastóll
-
Hvað geri ég ef ég þarf að ferðast með hjólastól?
-
Þessi þjónusta er í boði fyrir þá sem eiga erfitt með að hreyfa sig á milli staða eða í farþegarými. Vinsamlegast hafið samband við VITA til að fá upplýsingar um hjólastólaþjónustu og takið fram hvort farþegi ferðast með eigin hjólastól og hvort um er að ræða rafmagnshjólastól. Ef bókað er um vefsíðu VITA þarf að hafa samband við ferðaskrifstofuna.
Athugið:
Af öryggisástæðum er ekki lengur leyfilegt að fylgja farþegum sem að á aðstoð þurfa að halda út að brottfararhliði. Starfsmenn flugvallarins á hverjum stað sjá um þá fylgd þ.e.a.s. ef að óskað hefur verið eftir þeirri þjónustu.
Skíðaútbúnaður
-
Þarf ég að greiða fyrir flutning á skíðaútbúnaði þegar pöntuð er skíðaferð hjá VITA?
-
Þegar flogið er í áætlunarflugi Icelandair er greitt fyrir skíðin skv. verðskrá Icelandair.
Sjá skilmála hér.Farþegar VITA mega hafa með sér eitt sett af skíðum upp að 10kg (skíði, skór og stafir / snjóbretti og skór) á mann ef ferðast er með leiguflugi til Verona. Greiða þarf sérstaklega fyrir aukasett.
Verð á aukatöskum
-
Hvað kostar aukataska og golfsett?
-
Aukataska í leiguflugi Icelandair kostar 5.300 kr
Aukataska 1 – 23 kg er innritaður farangur sem hægt er að kaupa aukalega.
Golfsett í leiguflugi Icelandair kostar 3.700 kr
Má innrita sem hluti af venjulegri farangursheimild.
Eitt golfsett telst sem ein taska af farangursheimild farþegans. Hámarksþyngd golfsettsins er 23 kg.
Fæði á hótelum
-
Hvað er innifalið?
-
Hálft fæði er morgunverður og kvöldverður. Á mörgum hótelum er mögulegt að skipta út kvöldverði fyrir hádegisverð í samráði við hótelið og þarf yfirleitt að láta vita kvöldinu áður ef óska á eftir því. Engir drykkir innifaldir.
Fullt fæði er morgun, hádegis og kvöldverður. Engir drykkir.
Allt innifalið er morgun, hádegis og kvöldverður ásamt óáfengum drykkjum og innlendum áfengum drykkjum.Fyrirkomulagið á hótelunum er oftast hlaðborð og sum hótel eru með aðra veitingastaði á svæðinu sem þarf að greiða fyrir aukalega.
Týndur farangur
-
Hvað geri ég ef farangurinn minn týnist?
-
Týnist eða skemmist eitthvað af innrituðum farangri þínum á leiðinni skaltu tilkynna það tafarlaust til starfsmanns eða fulltrúa þess flugfélags sem flogið er með. Farangur í flugum er á ábyrgð flugfélagsins en ekki VITA. Hvers kyns kröfum verður að skila inn skriflega innan sjö daga. Þar sem skaðabótaskylda flutningsaðila vegna taps, tafa eða tjóns á farangri er takmörkuð er farþegum ráðlagt að kaupa sínar eigin ferðatryggingar. Allar kröfur velta á því að sannað sé að tjón hafi orðið. Ef fararstjóri tekur á móti farþegum mun hann aðstoða við að endurheimta farangur, sé þess óskað. Almenn regla er að flugfélög áskilja sér rétt til að neita flutningi á meira en því sem nemur farangursheimild í sama flugi og farþeginn flýgur með.
Óvænt seinkun
-
Hvað geri ég ef fluginu mínu er óvænt seinkað?
-
Ef óvænt seinkun verður á fluginu þínu skaltu leita til starfsmanns eða fulltrúa þess flugfélags sem flogið er með.
Starfsmenn VITA upplýsa einnig farþega sína um leið og upplýsingar frá flugfélaginu berast, í gegnum sms eða tölvupóst.
Starfsmenn flugfélags á viðkomandi flugvelli aðstoða við að koma farþegum á hótel, ef þess þarf.
Ef fararstjóri er með í för mun hann einnig aðstoða við upplýsingagjöf eins og kostur er, um leið og upplýsingar berast frá flugfélaginu.