Berglind Guðmundsdóttir
Fararstjóri
Berglind Guðmundsdóttir er eigandi hinnar vinsælu vefsíðu GulurRauðurGrænn&Salt sem hefur fært landsmönnum einfaldar og bragðgóðar uppskriftir frá árinu 2012.
Berglind hefur gefið út matreiðslubækur, haldið matreiðslunámskeið, ásamt því að halda fyrirlestra fyrir þá sem vilja stíga út fyrir þægindaramman og láta drauma sína rætast.
Hún hefur mikla ástríðu fyrir mat og matargerð og veit fátt betra en að ferðast og kynnast fólki út frá matarmenningu hvers lands fyrir sig.
Berglind hefur ferðast víða en Ítalía er ofalega á listanum enda er hún sannfærð um að þar sé Mekka matargerðarinnar að finna.