Guðrún Axelsdóttir
Fararstjóri
Er vanur leiðsögumaður og hefur farið fjölmargar ferðir um Ísland með erlenda ferðamenn en einnig gönguferðir til útlanda með íslenska hópa.
Guðrún Axelsdóttir er vanur leiðsögumaður og hefur farið fjölmargar ferðir um Ísland með erlenda ferðamenn en en einnig gönguferðir til útlanda með íslenska hópa. Hún starfar í dag í hópadeild Iceland Travel og sér þar um rekstur á erlendum hópum.
Guðrún tók stúdentspróf 1974 frá Verzlunarskóla Íslands, og er með leiðsögumannapróf frá Leiðsöguskóla Íslands 1993. Guðrún hefur fjölbreytta starfsreynslu bæði frá Íslandi, Þýskalandi og Sviss; meðal annars unnið hér á landi hjá verðbréfafyrirtækjum og heildsölu, og erlendis hjá Ford í Þýskalandi. Á þeim árum ferðaðist hún mikið um Evrópu, t.d. um Austurríki, Sviss, Þýskaland, Ítalíu og Spán. Guðrún er mikill göngugarpur og hefur m.a. gengið Jakobsveginn á Spáni.