Guðrún Erla Tómasdóttir
Fararstjóri
Guðrún hefur starfað sem fararstjóri bæði á Krít og á meginlandi Grikklands.
Guðrún Erla lauk BA-prófi í list- og fornleifafræði frá Háskólanum í Reþymno á Krít. Námið hóf hún við Háskólann í Patra á Pelópsskaganum, þar sem hún lærði grísku í eitt ár áður en hún hélt til Krítar. Hún dvaldi í Grikklandi í alls átta ár og kynntist menningu landsins vel. Áður en Guðrún settist að í Grikklandi hafði hún starfað víða sem flugfreyja hjá Air Atlanta og búið tímabundið í Finnlandi, Danmörku og á Englandi. Eftir að hafa verið staðsett í Aþenu í tvær vikur sem flugfreyja árið 2002, heillaðist hún af landi og þjóð og ákvað að fara þangað í nám. Í Patra kynntist hún manninum sínum og eiga þau þrjú börn í dag. Eftir að náminu lauk flutti fjölskyldan til Chania á Krít og bjó þar í eitt og hálft ár. Guðrún hefur starfað víða í heiminum og kynnst mörgum ólíkum menningarheimum í leik og starfi. Sumarið 2010 ákvað fjölskyldan að flytja til Íslands. Þau fara á hverju ári í frí til Grikklands til að heimsækja fjölskylduna sína og ferðast um landið.
Ferðir:
-
Madeira
Einstök náttúrufegurð og góður matur. Íslensk fararstjórn.
» Nánar
21.apr - 29.apr, 8 nætur
29.apr - 8.maí, 9 næturVerð frá
199.900kr
á mann í herbergi m/morgunverði
-
Ævintýri á Miðjarðarhafi
Odyssey of the Seas
Ítalía, Tyrkland og grískar eyjar
26. september - 05. októberUPPSELD
» NánarVerð frá
453.000kr
á mann í tvíbýli