Halla Birgisdóttir
Fararstjóri
Halla hefur unnið sem fararstjóri hjá VITA frá árinu 2010. Hún hefur verið á Tenerife á veturna og unnið meðal annars á Mallorca og Krít yfir sumartímann. Halla hefur einnig starfað sem einkaþjálfari og stundað nám við líkamsræktarskóla FIA.
Halla Birgisdóttir er fædd í Keflavík 1973 en flytur ung til Siglufjarðar þar sem hún elst upp.
Eftir útskrift af viðskiptabraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1990 starfaði Halla sem rekstrarstjóri á líkamsræktarstöðinni Planet Pulse og stundaði nám við líkamsræktarskóla FIA (Fitness Industry Alliance) og ACE (American Concil of Exercise).
Hún hefur starfað sem einkaþjálfari í World Class, sölumaður hjá heildverslunni Kötlu og sem verslunarstjóri í tískuvöruversluninni Zik-Zak. Á sama tím lauk Halla m.a. námi í fararstjórn erlendis frá Ferðamálaskóla Íslands auk ýmissa annarra námskeiða
Frá árinu 2010 hefur hún starfað sem fararstjóri VITA á Tenerife á veturna en á sumrin hefur hún unnið sem fararstjóri í Tyrklandi, á Mallorca og á grísku eyjunni Krít.
Halla hefur einnig unnið sem fararstjóri á Kanarí og á eina uppkomna dóttur.