fbpx Albert hotel | Vita

Albert hotel
3 stars

Vefsíða hótels

Frábært 3ja stjörnu hótel, með 246 herbergjum á 11 hæðum. Hótelið er stórri byggingu frá Sovét tímanum,staðsett í Art Nouveau hverfi borgarinnar.  Það er kennt við Albert Einstein og er vitnað í hann á ýmsum stöðum á hótelinu.  Hótelið er um 15 mín gang frá gamla bænum. Gegnt hótelinu er bar og matvöruverslun.
Hótelið var opnað árið 2005 og er sérstaklega fallegt, nútímalegt og smart.

Gengið er inná huggulegan bar úr gestamóttöku og þaðan í fallegan veitingasal, þar sem morgunverður er framreiddur. Á efstu hæð hótelsins er flottur bar með útsýni yfir borgina. Stórkostlegt að sitja úti á svölum þegar veður leyfir.

Herbergi eru frekar lítil, en með nútímalegar innréttingar í fallegum litum. Falleg flísalögð baðherbergi ýmist með sturtu eða baðkari. Herbergi eru ýmist teppalögð eða með viðargólfi. Þau eru öll loftkæld (upphituð) og með síma, flatskjá, smábar, og hárþurrku. Öryggishólf eru í gestamóttöku sem fást leigð án endurgjalds.  Frítt, þráðlaust net er á öllu hótelinu. 

Hótelið hentar mjög vel fyrir bæði einstaklinga og hópa.

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 10 km
  • Miðbær: Gamli bærinn, 1 1/2 km eða 15. - 20 mín ganga
  • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Herbergi
  • Lyfta
  • Nettenging

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf: Í gestamóttöku

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun