fbpx Artis Hotel | Vita

Artis Hotel
3 stars

Vefsíða hótels

Artis Hotel er einfalt og notalegt þriggja stjörnuhótel í hjarta Vínarborgar, stutt frá ýmsu því helsta sem laðar gesti til borgarinnar.

Á hótelinu eru 165 herbergi, öll reyklaus. Þau eru öll með sérbaðherbergi, hárþurrku, útvarpi, kapalsjónvarpi með kvikmyndaleigu, síma, ókeypis þráðlausum netaðgangi og öryggishólfi. Í móttökusalnum er einnig ókeypis netaðgangur. 

Í næsta nágrenni við hótelið eru frægir merkilegir sögu- og menningarstaðir eins og Belvedere-höllin, Vínaróperan, hin expressjóníska Hundertwasser-bygging, Akademie-leikhúsið og Konzerthaus þar sem Vínarsinfónían hefur aðsetur.

Veitingastaður er í hótelinu þar sem boðið er upp á morgunverð af hlaðborði og að sjálfsögðu er bar á staðnum. Hótelið sér um að panta borð á nærliggjandi veitingahúsum ef þess er óskað. 

Móttakan er opin allan sólarhringinn og töskugeymsla er á staðnum. Hótelið býður upp á þjónustu eins og þvott, þurrhreinsum, strauningu og barnagæslu og sér einnig um að panta miða á viðburði ef þess er óskað.

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 15 km
  • Miðbær: í göngufæri
  • Veitingastaðir: Í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Lyfta
  • Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun