Avenida Apartments
Vefsíða hótels
Avenida Benidorm Apartments er einfalt og þægilegt íbúðahótel, við göngugötu á frábærum stað rétt við Levante-ströndina á Benidorm. Verslanir, veitingastaðir og iðandi mannlíf allt um kring.
Í boði eru um 70 íbúðir ýmist með einu svefnherbergi sem rúma allt að fjóra eða með tveimur svefnherbergjum sem rúma allt að sex einstaklinga.
Íbúðirnar eru snyrtilegar og innréttaðar á látlausan hátt. Engin íbúð er nákvæmlega eins en marmaraflísar eru á flestum gólfum. Loftkæling og upphitun er í öllum íbúðum, sími, sjónvarp og öryggishólf. Í setustofu er svefnsófi og borðstofuborð. Eldhúskrókur er með ísskáp, örbylgjuofni, kaffivél, brauðrist og öllum helstu ílátum og áhöldum sem þarf til matargerðar. Ókeypis þráðlaus nettenging er í vistarverum og öllum íbúðum fylgja svalir með húsgögnum.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og starfsfólk aðstoðar við gjaldeyrisskipti, miðakaup og leigu á bíl. Í hótelinu er þvottahús með sjálfsafgreiðslu, en skipt er á handklæðum á þriggja daga fresti og sængurfötum á fjögurra daga fresti.
Gegnt Avenida íbúðunum stendur systurhótelið Avenida Hotel og býðst gestum að nýta sér ýmsa aðstöðu þar, eins og veitingasal, bar, sundlaug, líkamsræktaraðstöðuna, heitan pott og skipulagðar skemmtanir. Einnig er hægt að fara í gufubað gegn gjaldi.
Íbúðahótelið stendur við göngugötu mitt í iðandi mannlífinu í hjarta Benidorm og nóg er af verslunum, veitingastöðum og börum allt um kring. Levante-ströndin er 150 frá hótelinu og fimm mínútur tekur að rölta niður á Poniente-ströndina. Gamli bærinn sem gaman er að skoða er í léttu göngufæri og fyrir þá sem vilja æfa sveifluna er næsti golfvöllur í örfárra kílómetra fjarlægð. Einnig er stutt í skemmtigarða og vatnasport er hægt að stunda víða við ströndina.
Við innritun þarf að greiða 100 evrur í tryggingu í peningum. Ekki er hægt að nota kort.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 60 km
- Frá strönd: Stutt í strönd
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Nettenging
- Gestamóttaka
Vistarverur
- Íbúðir
- Ísskápur
- Kaffivél
- Loftkæling
- Öryggishólf
- Sjónvarp
Fæði
- Fullt fæði, Hálft fæði, Án fæðis