fbpx Barceló Margaritas Royal Level, Playa del Inglés | Vita

Barceló Margaritas Royal Level, Playa del Inglés
4 stars

Vefsíða hótels

Hótelið tilheyrir Barcelo Margaritas sem er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel og er vel staðsett á ensku ströndinni. Hótelið býður upp á mikla þjónustu. Garðurinn er sérstaklega fallegur og býður upp á samtals fjórar sundlaugar, en þar eru tvær aðalsundlaugar, barnalaug og sundlaug eingöngu ætluð fullorðnum með áherslu á ró og næði. Á barnum í garðinum er mikið úrval af drykkjum og léttum réttum sem hægt er að gæða sér á. Boðið er uppá skemmtidagskrá á daginn og á kvöldin,en þar má finna ýmis skonar afþreyingu eins og vatnsleikfimi, jóga, pilates og zumba við sundlaugina. Á kvöldin eru danssýningar, lifandi tónlist og margt annað. Einnig er í boði ókeypis strætó til Maspalomas- og Playa del Inglés strandanna. Maspalomas golfvöllurinn er 2,2 km frá hótelinu og Playa del Ingles ströndin er í 1,9 km fjarlægð.

Barceló Margaritas Royal Level  er sérsvæði innan hótelsins og er eingöngu ætlað fullorðnum.  Hótelgestir sem dvelja á Barcelo Margaritas Royal Level hafa aðgang að öllu því sem Barcelo Margaritas hótelið hefur uppá að bjóða, ásamt sérstöku Royal Level Lounge svæði. Þar er aðgengi að sérstöku sólbaðs og sundlaugarsvæði, aðgengi að öðrum nýrri matsal sem er eingöngu fyrir þá sem gista á Royal Level svæðinu. Sér móttaka er í boði þar sem lögð er mikil áhersla á persónulega þjónustu.

Herbergin sem tilheyra þessu svæði eru 168 og eru staðsett á Royal Level svæðinu, þar sem er meiri ró og næði. Þau eru frá c.a 35m², björt og falleg með stílhreinni hönnun og nútímalegum innréttingum. Herbergin eru búin öllum helstu þægindum, þar á meðal loftkælingu, flatskjá, kaffivél (Nespresso), öryggishólfi, og minibar. Allar svalir eru með útsýni yfir garðinn eða sundlaugina. Baðherbergi eru fullbúin með regnsturtu, hárþurrku og snyrtivörur frá Ritual. Sloppar og inniskór eru inná öllum herbergjum.

Hægt er að velja um morgunmat, hálft fæði eða allt innifalið. Allur matur er reiddur fram af hlaðborði. Einnig er hægt að njóta drykkja og léttari rétta á barnum við sundlaugina. Falleg heilsulind er á staðnum þar sem er líkamsræktaraðstaða og heilsulind með ýmis skonar snyrtimeðferðum sem hægt er að panta á staðnum gegn aukagjaldi. 

Þetta er fullkomið hótel fyrir þá sem vilja hafa það gott í fríinu, lítið lúxushótel innan hótel Barcelo Margaritas.

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: 30 km

Aðstaða

  • Sundlaugabar
  • Líkamsrækt
  • Gestamóttaka
  • Bar
  • Aðgengi fyrir fatlaða
  • Veitingastaður
  • Skemmtidagskrá
  • Sundlaug

Vistarverur

  • Þráðlaust net
  • Te- eða kaffiaðstaða
  • Sundlaugabar
  • Verönd/svalir
  • Herbergi
  • Hárþurrka
  • Loftkæling
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp
  • Baðsloppar

Fæði

  • Hálft fæði, Allt innifalið, Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun