Barcelo Santiago, Puerto de Santiago
Vefsíða hótels

Nútímalegt og fallega hannað fjögurra stjörnu hótel, staðsett í um 30 mín akstursfjarlægð frá flugvellinum, í Puerto de Santiago. Hótelið býður upp á góða þjónustu, björt og þægileg herbergi og frábæra sólbaðsaðstöðu með óviðjafnanlegu útsýni. Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna.
Hotel Barceló Santiago er vel staðsett á suð-vesturhluta Tenerife, reist á klettum við hafið með tilkomumiklu útsýni yfir eyjuna La Gomera og Los Gigantes-klettana bæði úr herbergjunum sjálfum og úr sundlaugagarðinum þar sem finna má fjórar sundlaugar, þar af eina upphitaða. Boðið er upp á morgun- og kvöldverðarhlaðborð auk þess sem veitingastaðurinn El Olivo ber fram Miðjarðarhafskræsingar af bestu gerð. Í sundlaugagarðinum er klassískur snakkbar þar sem snæða má létta rétti og einnig er á hótelinu sérstakur sýninga- og skemmtanabar þar sem hægt er að njóta fjölbreyttrar afþreyingar á meðan dreypt er á ljúffengum kokteilum. Heilsulind hótelsins er vel búin og sérlega þægileg og þar er hægt að komast í nudd og alls kyns dekur. Aðeins eru um tvöhundruð metrar niður á næstu strönd.
Herbergin eru hreinleg og smekklega innréttuð með parketi á gólfum og öllum helstu þægindum eins og þráðlausu neti, öryggishólfum, loftkælingu og hreinlætisvörum. Öll herbergi eru með svölum eða verönd. Sum stærri herbergi eru einnig með heitum potti.
Barceló Santiago hentar einstaklega vel fyrir pör enda sólsetrin engu lík og tilvalin fyrir rómantískar gæðastundir. Hótelið er hinn fullkomni gististaður fyrir þá sem vilja njóta útsýnisins yfir Atlantshafið og gleyma stað og stund í fallegu og rólegu umhverfi.
Athugið að fararstjórar Icelandair VITA eru ekki með viðtalstíma á þessu hóteli og fylgja farþegum ekki alla leið með rútunni til og frá hóteli. Það er þó alltaf hægt að hafa samband við fararstjóra í síma og geta þeir komið og hitt farþega okkar sé þess óskað.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 30 mín akstur
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Sundlaug
- Sundlaugabar
- Gestamóttaka
- Bar
- Veitingastaður
- Líkamsrækt
- Heilsulind
Vistarverur
- Þráðlaust net
- Verönd/svalir
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Öryggishólf
- Minibar
- Hraðsuðuketill
- Sturta
- Hárþurrka
- Baðvörur
- Handklæði fyrir hótelgarð
Fæði
- Morgunmatur, Hálft fæði, Allt innifalið