fbpx Bertelli

Bertelli
4 stars

Vefsíða hótels
 • pin Created with Sketch.

Hótel Bertelli er gott fjögurra stjörnu hótel, frábærlega staðsett ofarlega í Madonna di Campiglio, rétt við skíðakláfinn Pradalago. Fimm mín ganga er í miðbæinn. Allt er til alls á hótelinu og eru herbergin rúmgóð og notaleg.  Á hótel Bertelli eru huggulegar setustofur, bar og einn af betri veitingatöðum Madonna.

Herbergin eru falleg og búin helstu þægindum. Öll með baðkeri eða sturtu, öryggishólfi, síma, hárþurrku, minibar, þráðlausri nettengingu (án gjalds) og flatskjá. Svefnsófi er í öllum herbergjum fyrir 3. og 4. aðila nema í fjölskyldusvítum þar eru rúm fyrir alla. Einnig er aðstaða til að laga te og kaffi. Flest herbergin eru með svölum. 

Heilsulindin er með litla sundlaug, tyrkneskt bað, sauna og nuddpott. Gott er að slaka á þar eftir góðan skíðadag. Í boði er að fara í sólbekki og alls kyns nudd, gegn greiðslu.  

Hálft fæði er á hótelinu. Morgun- og kvöldverðarsalurinn er fallegur og er maturinn góður og glæsilega fram borinn. Þar er meðal annars hægt að fá mjög góðan ítalskan mat og úrvals vín frá héraðinu. 

Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar. Einnig þarf að bóka aukalega gegn gjaldi ferðir til og frá flugvelli í Verona og skíðapoka.

Fjarlægðir

 • Frá flugvelli: 150 km
 • Frá miðbæ: 200 m
 • Veitingastaðir: Á hótelinu
 • Frá skíðalyftu: Rétt við Pradalago

Aðstaða

 • Þráðlaust net: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
 • Sundlaug: Innisundlaug
 • Heilsulind
 • Gestamóttaka
 • Bar
 • Veitingastaður

Vistarverur

 • Minibar
 • Öryggishólf
 • Sjónvarp
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun