fbpx Bitácora, fín staðsetning, gott hótel.

Bitácora, Playa de las Américas
4 stars

Vefsíða hótels

Spring hotel Bitácora er skemmtilegur kostur fyrir fjölskyldur á frábærum stað - aðeins útúr skarkalanum, en þó er stutt að fara á "Laugaveginn," aðal verslunargötuna á Amerísku ströndinni. Foreldrarnir geta slakað á meðan börnin leika sér í lauginni eða taka þátt í barnadagskránni.

Herbergin eru björt og rúmgóð og í þeim öllum eru meðal annars svalir, loftkæling, gervihnattasjónvarp, smábar, öryggishólf (gegn gjaldi) og hárþurrka. Hægt er að fá hótelherbergi sem rúma allt að tvo fullorðna og tvö börn - í þeim eru tvíbreitt rúm og svefnsófi.  

Í fallegum garðinum eru tvær laugar, önnur þeirra með lítilli vatnsrennibraut og svæði fyrir börnin; Nenelandia. Auk þess er dagskrá fyrir börnin allan daginn, annars vegar fyrir 2-4 ára og hinsvegar fyrir 5-12 ára. Tennis-, blak- og skvassvellir, minigolf, borðtennis- og billjarðborð eru við hótelið.

Aðalveitingastaður hótelsins er með morgun-, hádegis- og kvöldverðarhlaðborð og opið grill. Athugið að við kvöldverð er ætlast til þess að karlmenn séu í síðbuxum, síðermaskyrtum og lokuðum skóm á veitingastaðnum.

Við laugina er snarlbarinn La Palapa, þar sem hægt er að fá snarl eða máltíðir, en auk þess eru á hótelinu tveir aðrir barir.

Hótelgestir hafa aðgang að þráðlausu interneti á hótelinu og víðs vegar um Tenerife, en tengingin er hæg og hentar ekki fyrir mikið magn gagna. Gegn gjaldi er hægt að fá betri tengingu.

Hægt er að leigja handklæði til að hafa í sundlaugargarðinum fyrir 12 EUR sem eru endurgreiddar þegar handklæðinu er skilað í lok ferðar.

Up! svæðið á Bitacora er eingöngu fyrir fullorðna. Innifalið í Up! pakkanum er aðgangur að Up! svæðinu en þar er skemmtileg sundlaug og sólbekkir. „Premium All iclusive“ með drykkjum og snarli yfir daginn. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 18 km
 • Miðbær: 100 m
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Handklæði fyrir hótelgarð
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Hægt að fá betri tengingu gegn gjaldi
 • Herbergi: Íbúðir fyrir allt að fjóra.

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi, 2 EUR á dag eða 14 EUR fyrir vikuna
 • Ísskápur: Lítill ísskápur, minibar gegn gjaldi

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun