fbpx Clube Praia de Oura, Albufeira, Portúgal

Clube Praia de Oura, Albufeira
3 stars

Vefsíða hótels

Clube Praia da Oura er stórt íbúðahótel, stutt frá Laugaveginum með öllu sínu iðandi mannlífi og svo eru þrír kílómetrar niður í Gamla bæinn í Albufeira.

Bjóðum uppá superior herbergin sem eru uppgerð og með loftkælingu. Ókeypis þráðlaus netaðgangur er á almenningssvæðum. Á öllum íbúðum eru svalir með húsgögnum og útsýni annaðhvort út á Atlantshafið, yfir sundlaugarnar eða garðana.

Í hótelinu er Jac's Restaurant þar sem boðið er upp á alþjóðlega rétti af matseðli og bar er einnig á staðnum. Á kvöldin eru skemmtanir þar sem meðal annars er flutt lifandi tónlist og hægt er að muna míkrófóninn í karaókí og að sjálfsögðu er barnaleikvöllur við hótelið auk tveggja sundlauga.

Nóg er af verslunum, börum, næturklúbbum og veitingastöðum í innan við fimm mínútna göngufæri.

Eins og annars staðar við ströndina í Algarve er stutt í vatnasport af öllu mögulegu tagi. Auðvelt er að komast í tennis og golf (innan við 3 km) og billjarðborð, borðtennis, sána og líkamsrækt er á staðnum auk þess sem hægt er að leigja reiðhjól.

Móttakan er opin allan sólarhringinn og hægt er að skipta gjaldeyri, panta bílalegubíla, ferðir, barnapössun, þvott og þurrhreinsum á hótelinu og þar er einnig farangursgeymsla.

Fjarlægðir

  • Miðbær: 500 metrar á Laugaveginn
  • Strönd: Við strönd

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Barnasundlaug
  • Gestamóttaka
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Íbúðir: Stúdíó og íbúðir með einu svefnherbergi og stofu

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Loftkæling
  • Verönd/svalir

Fæði

  • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun