fbpx Coco-Mat Athens BC | Vita

Coco-Mat Athens BC
5 stars

Vefsíða hótels

Coco-Mat BC er hótel sem sameinar sögu, náttúru, hönnun og fágun í glæsilegri byggingu sem staðsett er í hjarta Aþenu.

Listaverkin, forna mosaikgólfið í afgreiðslunni, róandi umhverfið, hlýlegu herbergin, heilsulindin og útsýnið frá veitingahúsinu uppi á þaki gera dvölina á Coco-Mat BC að einstakri reynslu sem endurspeglar gríska gestrisni eins og best verður á kosið.

Hótelið er staðsett við fjölfarna og skemmtilega göngugötu sem er nálægt öllum helstu kennileitum borgarinnar. Í herbergjunum sem eru ekki mjög stór en fallega innréttuð á hlýlegan hátt eru cocomat dýnur á rúmunum. Barinn og veitingastaðurinn við sundlaugina uppi á þaki bjóða upp á snarl og veitingar og ekki skemmir þar stórkostlegt útsýnið yfir á Akrópólis.

 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 30 mín

Aðstaða

 • Te eða kaffivél
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun