fbpx Corallium Beach by Lopesan Hotels, San Augustin | Vita

Corallium Beach by Lopesan Hotels, San Augustin
3 stars

Vefsíða hótels

Corallium Beach by Lopesan er þriggja stjörnu superior hótel, einstaklega vel staðsett rétt við ströndina í San Agustín á suðurströndinni. Hótelið er aðeins ætlað gestum 18 ára og eldri, sem tryggir friðsæla stemningu og hentar sérlega vel þeim sem vilja slaka á og njóta afslöppunar í rólegu umhverfi.

Á hótelinu er rúmgóður og gróðursæll sundlaugagarður, þar eru tvær sundlaugar, sólbekkir og sólhlífar. Móttakan er opin allan sólarhringinn. 

Veitingaaðstaðan er fjölbreytt, þar er hlaðborðsveitingastaður með morgunverði, hádegis- og kvöldverði, nokkrir barir, þar á meðal sundlaugabar.

Hægt er að velja um að vera með morgunmat innifalinn, hálft fæði, allt innifalið eða allt innifalið Premium. Allur matur er reiddur fram af hlaðborði

Gestir hafa aðgang að lítilli heilsulind og líkamsræktaraðstöðu og á daginn er boðið upp á léttar útihreyfingar s.s. jóga, vatnsleikfimi og fleira. Á kvöldin er stundum lifandi tónlist eða létt skemmtidagskrá sem hentar vel í rólega stemningu hótelsins.

Herbergin eru smekklega innréttuð með hlýlegum tónum og björtu yfirbragði. Þau eru öll búin loftkælingu, skrifborði, litlum ísskáp, öryggishólfi og þráðlausu interneti. Baðherbergi eru með sturtu,helstu snyrtivörum frá Corallium og hárblásara.

Góður kostur fyrir þá sem vilja vera í ró og næði í fallegu umhverfi. 

Aðstaða

  • Þráðlaust net
  • Snarl bar
  • Sundlaug
  • Sólbekkir
  • Gestamóttaka
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Skemmtidagskrá
  • Heilsulind
  • Líkamsrækt
  • Nuddpottur

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Helstu snyrtivörur
  • Hárþurrka
  • Sturta
  • Herbergi

Fæði

  • Morgunverður, Hálft fæði, Allt innifalið, Allt innifalið Premium

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun